Trausti ráð­inn fram­kvæmda­stjóri

Trausti Hjaltason hefur verið ráðinn fram­kvæmdastjóri knatt­spyrnu­deildar ÍBV en knattspyrnu­deild auglýsti stöðuna fyrir skömmu. Fjórir sóttu um en Trausti er fæddur og uppalinn Eyjapeyi, sonur Hjalta Kristjánssonar, heilsu­­gæslulæknis og Veru Bjarkar Einarsdóttur. Trausti gekk upp í gegnum yngri flokka ÍBV áður en hann hóf að spila undir stjórn föður síns hjá litla bróður ÍBV, KFS. […]

Vestmannaeyjabær býðst til að taka við rekstri Herjólfs

Vestmannaeyjabær hefur verið í viðræðum við Vegagerðina vegna skipulagningu siglinga í Landeyjahöfn, sem áætlað er að opni 1. júlí næstkomandi. Mikið bar á milli í upphafi viðræðna en aðilar hafa færst nær og er Elliði Vignisson, bæjarstjóri bjartsýnn á að niðurstaðan verði ásættanleg. Hann segir Vestmannnaeyjabæ hafa boðist til að reka Herjólf eftir 1. júlí […]

Líf og fjör á �?skudeginum

Það er svo sannarlega líf og fjör á götum Vestmannaeyjabæjar um þessar mundir en klukkan 13 fór börn bæjarins af stað í verslanir og fyrirtæki, sungu fyrir viðstadda og þáðu lítilsháttar verðlaun fyrir. Krakkarnir eru venju samkvæmt klædd í allskyns grímubúninga og er miðbærinn fullur af allskonar fígúrum. (meira…)

Sjálfbær sjávarútvegur án ríkisstyrkja

Samfélag sem byggir á sterkum sjávarútvegi sem með sjálfbærum veiðum skapar þjóðarbúinu miklar gjaldeyristekjur, þiggur ekki ríkisstyrki og skapar örugga atvinnu fyrir fjölda fólks þykir víðast hvar um heiminn öfundsvert. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur ásamt því harðduglega fólki sem starfar í greininni, skapað slíkar aðstæður í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir það hefur kerfið frá tilkomu þess […]

Töluvert minni afli en í fyrra

Fiskafli íslenskra skipa nam 55.445 tonnum í janúar samanborið við 71.520 tonn í sama mánuði í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Botnfiskafli dróst saman um rúm 1.700 tonn og nam 31.300 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 17.400 tonnum, sem er aukning um 1.700 tonn frá fyrra ári. (meira…)

8,51% af sjómannaafslættinum er í Eyjum, eða rúmar 94 milljónir

Hæsta hlutfall sjómannaafsláttarins er í Reykjavík, að því er fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, alþingismanns NV-kjördæmis, um sjómannaafsláttinn. Er hlutfallið í Reykjavík 11.90% af heildar sjómannaafslættinum árið 2008. Næst á eftir koma Vestmannaeyjar með 8,51% og í þriðja sæti kemur Akureyri með 7,80%. Snæfellsbær er í fjórða sæti með 5.88% […]

Vægi blaðanna hefur aukist eftir hrunið

Um allt land eru starfandi héraðsfréttablöð, líkt og Fréttir, sem flytja fréttir úr héraði, – fréttum, sem ekki þykja kannski markverðar á landsvísu, en höfða til íbúa síns svæðis og eru auk þess tengiliður viðkomandi bæjarfélags og þeirra sem eru brottfluttir og búa annarsstaðar á landinu. Eftir hrunið hefur verulega dregið úr fréttum af landsbyggðinni […]

Bíll valt með fimm stúlkur

Fimm stúlkur voru fluttar á Heibrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum eftir að bíll þeirra lenti út af á Fellavegi, rétt utan við bæinn, í gærkvöldi. Ein stúlkan var á sjúkarhúsinu í nótt en meiðsli hennar voru þó ekki talin meiriháttar, samkvæmt upplýsingu lögreglu. (meira…)

ÍBV í sterkum riðli í 1. deild

Á dögunum var kynnt riðlaskipting sumarins í knattspyrnunni fyrir 1. deild kvenna og 3. deild karla. Kvennalið ÍBV leikur í 1. deild eftir að hafa orðið naumlega af sæti í úrvalsdeild á síðasta ári. Eyjastúlkur lenda í B-riðli með Fjarðabyggð/Leikni, Fjölni, Fram, Hetti Egilsstöðum, ÍR, Selfossi, Sindra. Sannarlega sterkur riðill og þrjú löng ferðalög austur […]

Bilun hjá Vodafone á Suðurlandi

Útvarps- og sjónvarpsútsendingar allra annarra stöðva en rása Ríkisútvarpsins liggja niðri á hluta Suðurlands og í Vestmannaeyjum. Bilun kom upp í tengibúnaði hjá Vodafone skömmu eftir klukkan hálfátta í morgun. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.