Samfylking boðar samstöðu um endureisn

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur land undir fót í vikunni og heldur í fundaferð um allt land, þá þriðju á sjö mánuðum þar sem landsmönnum er boðið uppá milliliðalaust samtal um þau stóru og viðamiklu úrlausnarefni sem unnið er að. Fimmtudagskvöldið 11. febrúar verður fundur haldinn í Vestmannaeyjum í Kiwanishúsinu og hefst hann kl. 20:00. Framsögumenn eru […]
Samtök Iðnaðarins og Málmur leggja fram kæru vegna Skipalyftunnar

Framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir bréf frá Samkeppniseftirliti, dagsett 3. febrúar 2010, vegna endurbyggingar upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar. Þegar Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs var spurður út í málið sagði hann Samtök iðnaðarins og Málm, samtök fyrirtæja í málm og skipaiðnaði hafa lagt inn kæru vegna meintrar samkeppnisröskunar til Samkeppniseftirlitsins í nóvember. (meira…)
�?ryggismál mikilvægur liður í samstarfi þjóða

Tryggvi Hjaltason hefur ekki farið hefðbundnar leiðir í lífinu. Hann hefur, þrátt fyrir ungan aldur, ferðast á milli heimsálfa og lokið námi við bandaríska háskólann Embry Riddle í Prescott Arizona. Tryggvi gerði reyndar gott betur en að klára námið, því hann dúxaði með meðaleinkunina 9,88. Tryggvi lærði Global Security and Intelligence Studies, sem mætti þýða […]
Hrognataka um helgina?

Loðnan gæti orðið hæf til hrognatöku um helgina, að mati Sturlu Einarssonar, skipstjóra á Guðmundi VE. Loðnan er stór og falleg og er mikið fryst fyrir Rússlandsmarkað. Hrognafyllingin er að nálgast 20% og vantar fáein prósent upp á að hún henti til hrognatöku. Aðeins fjögur skip voru að veiðum síðdegis í gær, flestar útgerðir bíða […]
Framkvæmdastjóri óskast

Á vef Knattspyrnudeildar ÍBV íþróttafélags, er auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir deildina. Undanfarin tvö á hefur sérstakur framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ekki verið ráðinn af sparnaðarástæðum, heldur hafa meðlimir knattspyrnudeildar sjálfir séð um þau störf sem vinna þurfti. Óskað er efir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. (meira…)
Veitingamaður í Eyjum fékk 35 milljón króna sekt og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt veitingamann í Eyjum í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 35.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs og komi sex mánaða fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, samtals 968.377 krónur, sem eru málsvarnarlaun verjanda hans, Páleyjar Borgþórsdóttur […]
Fremsti hluti loðnugöngunnar kominn vestur undir �?orlákshöfn

Fremsti hluti loðnugöngunar er nú kominn vestur undir Þorlákshöfn og þar er Guðmundur VE að veiðum. Á heimasíðu skipsins segir: „Við héldum úr höfn í Vestmanneyjum kl.07:00 á sunnudagsmorgun og eftir stutt stím á miðin var nótinni kastað og fékkst í alla vinnslutankana úr því kasti. Það er því búin að vera frysting á fullu […]
Vonandi hægt að bóka um miðjan mánuðinn

Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður milli Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um bæði gjaldskrá og ferðaáætlun Herjólfs í Landeyjahöfn, sem áætlað er að opni 1. júlí næstkomandi. Í fyrstu bar mikið á milli hugmynda Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar en Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist bjartsýnn á að niðurstaðan verði ásættanleg og að hægt verði að bóka far eftir […]
Brotist inn í Kaffi Kró í nótt

Brotist var inn á veitingastaðinn Kaffi Kró en tilkynnt var um innbrotið upp úr hádegi í dag, þriðjudag en líklega hefur innbrotið átt sér stað í nótt. Farið var inn um glugga norðanmegin og brotin upp millihurð. Eitthvað af áfengum bjór var stolið og þá var farið í sjóðsvél og skiptimynt tekin. Nokkrar skemmdir urðu […]
Stelpurnar lögðu Víking að velli

Eyjastúlkur áttu ekki í teljandi vandræðum með Víkinga þegar síðarnefndar liðið kom í heimsókn á laugardaginn. Eyjastúlkur komu mjög ákveðnar til leiks, ákveðnar í að bæta fyrir tapið á útivelli og staðan í hálfleik var 18:13. Leikmenn ÍBV héldu áfram á sömu braut í seinni hálfleik og unnu að lokum með níu mörkum 33:24. (meira…)