Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt veitingamann í Eyjum í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 35.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs og komi sex mánaða fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, samtals 968.377 krónur, sem eru málsvarnarlaun verjanda hans, Páleyjar Borgþórsdóttur héraðsdómslögmanns.