Seinni ferð Herjólfs sleginn af

Seinni ferð Herjólfs, sem fara átti kl. 16.00 í dag frá Eyjum hefur verið slegin af vegna veðurs. 27 metra meðalvindur var á Stórhöfða kl. 12 í dag og í mestu hviðum sló í 42 metra. Samkvæmt veðurspá á versta veðrið að koma síðdegis. Öldudufl við Surtsey sýnir 7.1 metra ölduhæð þar en Bakkafjöruduflið (meira…)

Dýpkun á að hefjast í apríl

Enn er ekki ljóst hver smíðar far­þegaaðstöðu Landeyjahafnar þegar aðeins rúmir fimm mánuðir eru þangað til höfnin á að vera tilbúin. Auglýst var eftir tilboðum í lok nóvember og voru tilboðin, sem alls voru 27 talsins, opnuð 17. desember síðastliðinn. Lægsta tilboðið átti SÁ verk­lausnir ehf, 96,8 milljónir tæpar en kostnaðaráætlun hönnuða var upp á […]

Norðanmenn hugsa sér gott til glóðarinnar

Helgina 12. til 14. febrúar nk. verður boðið upp á beint flug fram og til baka milli Vest­mannaeyja og Akureyrar. Á fréttavef Akureyrar segir að þetta sé góður kostur fyrir Norð­lendinga og kannski sérstaklega norðlenska kylfinga þegar í fyrsta sinn verði farið í beint áætlunar­flug á milli Vest­mannaeyja og Akureyrar, tvisvar sinnum fram og til […]

Fyrningarhugmyndir ávísun á stórslys

Um það leyti sem kvóta­kerfinu var komið á var sjávarútvegur á Íslandi í sjálfheldu. Flot­inn var allt of stór fyrir þær veiðiheimildir sem voru í boði og rekstur flesta fyrirtækja í atvinnugreininni var á brauðfótum. Margir leituðu eftir því að selja fyrirtækin eða hætta rekstri en fundu enga út­göngu­leið. Áhugi á að kaupa sjáv­arútvegsfyrirtæki var […]

Varað við stormi sunnantil á landinu síðdegis

Veðurstofan varar við stormi sunnantil á landinu síðdegis og mikilli úrkomu á suðausturlandi í kvöld. Búast má við mjög hvössum vindhviðum (um og yfir 40 m/s) við fjöll suðvestantil á landinu síðdegis. Með morgninum verður hægt vaxandi suðaustlæg átt og skúrir, dálítil rigning með morgninum, en þurrt á Norðurlandi fram eftir degi. Austan og suðaustan, […]

Samskipti stjórnvalda ekki persónuleg samskipti tveggja einstaklinga

Af gefnu tilefni vil ég undirrituð benda Kristjáni L. Möller, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á að bæjarráð Vestmannaeyja fer með samgöngumál fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, ekki Elliði Vignisson, bæjarstjóri. Það er því einkar ómaklegt af ráðherra að persónugera samskipti á þann hátt sem hann hefur nú gert í tvígang og það í fjölmiðlum. Í opnu bréfi sínu […]

Af gefnu tilefni

Í framhaldi af umræðu um fækkun ferða Herjólfs til 1. maí nk. vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Við fjárlagagerð seint á síðasta ári var ljóst að skera þyrfti umtalsvert niður í samgöngumálum rétt eins og í öðrum málaflokkum. Í lok desember á síðasta ári samþykkti Alþingi fjárlög þessa árs. Í fjárlögum var kveðið á […]

�?etta er flott framtak sjómanna og útgerðar

Á baráttufundinum í Höllinni í annað kvöld verður spjótunum beint að fyrn­ingarleið í sjávarútvegi, útflutningsálagi á ísfiski, afnámi sjó­manna­afsláttar og aðför að landsbyggðinni. Boðað er að stór hluti Eyjaflotans sigli til hafnar í tilefni af fundinum og má því búast við fjölmenni á fundinum. Fundarboðendur eru hagsmunasamtök sjómanna, útgerðarmanna og Vestmannaeyja­bær. (meira…)

Stöndum saman!

Dagana 20. janúar til 4. febrúar halda þingmenn Sjálfstæðisflokksins 40 opna fundi um land allt. Þar ræða þeir stjórnmálin í víðu samhengi, m.a. Icesave, sjávarútvegsmál, þjóðaratkvæðagreiðslu og skattamál. Miðvikudaginn 20. janúar verður fundur í Ásgarði, Vestmannaeyjum með alþingismönnunum Unni Brá Konráðsdóttur og Guðlaugi Þór Þórðarsyni. (meira…)

�?g er líka stolt af stöðu Eyjanna

Á föstudögum er ekkert notalegra en að koma heim til sín eftir afar skemmtilega vinnuviku og sjá Fréttir í póstkassanum. Þá kemur að vikulegri heilagri stund húsmóðurinnar á bænum, lesning Frétta og eitthvað gott kruðerí með. Í síðasta tölublaði Frétta rak ég augun í að öll börn á fimmta ári fari í fimm ára deild […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.