�?g samhryggist vini mínum Jóa innilega yfir þessum hörmulegu endalokum Lifrarsamlagsins

Georg Eiður Arnarson, er einn duglegustu bloggurunum í Eyjum og fjallar oft um athyglisverð mál og talar tæpitungulaust þegar svo ber við. Í nýjasta bloggi sínu rekur hann stutt minningarbrot frá störfum sínum hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja á árum áður. Þá skammar hann Fréttir eins og hann gerir stundum og segir að Frjálslyndir stefni á framboð […]

Eygló fundar með Eyjamönnum á morgun

Eygló Harðardóttir, alþingismaður verður gestur FramsóknarfélagsVestmannaeyja á opnum stjórnmálafundi á Kaffi Kró sunnudaginn 18.október kl. 12 á hádegi. Búast má við snörpum umræðum um niðurskurð á landsbyggðinni,Evrópusambandið, sjávarútveginn og fleira. (meira…)

Fundur Heimssýnar um Evrópumál frestast til sunnudags

Í dag kl. 13.00 var fyrirhugaður fundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. En þar sem ekki hefur verið flugveður í morgun, komst frummælandinn, Björn Bjarnason ekki til Eyja í tæka tíð. Fundurinn hefur því verið settur á kl. 13.00 á morgun, sunnudag, og verður í Golfskálanum. (meira…)

Verða að fækka um tvö rúm

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka dvalar- og hjúkrunarrým­um á Hraunbúðum. Undanfarið hefur verið biðlisti eftir plássum en nú er heimilinu gert að draga saman um tíu milljónir króna á ári. Magnús Jónasson, forstöðumaður Hraunbúða, sagði að fyrirskipun væri um að fækka um eitt rúm á hvorri deild þ.e. eitt dvalarrými og eitt hjúkrunarrými. (meira…)

Maggi Eiríks, Ingi Tómas og Heimsmetshafinn

Nótt safnanna í Eyjum er fyrir­myndin að Safnahelgi á Suðurlandi sem verður haldin 6. til 8. nóv­ember. Kristín Jóhannsdóttir reið á vaðið með Nótt safnanna í Vest­mannaeyjum með því að efna til við­burða á söfnum bæjarins í nóvemb­ermánuði. Hugmyndin nær nú til alls Suðurlands með safnahelgi á helstu stöðum í kjör­dæminu. (meira…)

Vona að áhorfendur séu til í slaginn með okkur

Síðasta laugardag lék ÍBV sinn fyrsta leik í 1. deildinni þegar Eyjapeyjar sóttu Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. Mosfellingum var spáð sigri í deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara liðanna á meðan ÍBV var spáð 5. sæti. Það þurfti því ekki að koma sérstak­-lega mikið á óvart að Aftureldinga hafði betur, 27:22. Svavar Vignisson, þjálfari […]

�?rjár skattstofur í Reykjavík

Eins og komið hefur fram er í fjár­lagafrumvarpinu enn gert ráð fyrir rekstri skattstofunnar í Vest­mannaeyjum á næsta ári. Hins vegar eru í frumvarpinu boðaðar þær breyt­ingar að landið verði eitt skatt­umdæmi frá nk. áramótum. Sam­kvæmt hugmyndum vinnuhóps fjár­málaráðuneytis og skattkerfisins er gert ráð fyrir að starfsemi skattstofa verði lögð niður á þremur stöðum á […]

Ísfélagið sigraði í firmakeppni Taflfélagsins

Í gærkvöldi fór fram firmakeppni Taflfélags Vestmannaeyja. Alls tóku 39 fyrirtæki þátt í keppninni að þessu sinni og tefldu 11 skákmenn fyrir þeirra hönd. Fór keppnin þannig fram að skákmenn drógu nöfn fyrirtækja og í byrjun var úrsláttarkeppni en í lokin þegar aðeins 11 fyrirtæki stóðu eftir var keppt í 5 umferða Monrad og tefldi […]

Boðar til fundar í Golfskálanum kl. 13.00 á morgun, laugardag

Laugardaginn, 17. október kl. 13:00 verður opinn fundur um Ísland og Evrópusambandið í Golfskálanum. Frummælandi verður Björn Bjarnason fv. ráð­herra og höfundur bókarinnar, Hvað er Íslandi fyrir bestu? sem fjallar um kröfuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.