�?g samhryggist vini mínum Jóa innilega yfir þessum hörmulegu endalokum Lifrarsamlagsins

Georg Eiður Arnarson, er einn duglegustu bloggurunum í Eyjum og fjallar oft um athyglisverð mál og talar tæpitungulaust þegar svo ber við. Í nýjasta bloggi sínu rekur hann stutt minningarbrot frá störfum sínum hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja á árum áður. Þá skammar hann Fréttir eins og hann gerir stundum og segir að Frjálslyndir stefni á framboð […]
Eygló fundar með Eyjamönnum á morgun

Eygló Harðardóttir, alþingismaður verður gestur FramsóknarfélagsVestmannaeyja á opnum stjórnmálafundi á Kaffi Kró sunnudaginn 18.október kl. 12 á hádegi. Búast má við snörpum umræðum um niðurskurð á landsbyggðinni,Evrópusambandið, sjávarútveginn og fleira. (meira…)
Leikur ÍBV og ÍR í handboltanum frestast til morguns

Þar sem ekki gaf til flugs í morgun, verður ekkert af leik ÍBV og ÍR í handboltanum í dag. Leikurinn hefur verið settur á morgundaginn, sunnudaginn 18. október kl. 13.30. (meira…)
Fundur Heimssýnar um Evrópumál frestast til sunnudags

Í dag kl. 13.00 var fyrirhugaður fundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. En þar sem ekki hefur verið flugveður í morgun, komst frummælandinn, Björn Bjarnason ekki til Eyja í tæka tíð. Fundurinn hefur því verið settur á kl. 13.00 á morgun, sunnudag, og verður í Golfskálanum. (meira…)
Verða að fækka um tvö rúm

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka dvalar- og hjúkrunarrýmum á Hraunbúðum. Undanfarið hefur verið biðlisti eftir plássum en nú er heimilinu gert að draga saman um tíu milljónir króna á ári. Magnús Jónasson, forstöðumaður Hraunbúða, sagði að fyrirskipun væri um að fækka um eitt rúm á hvorri deild þ.e. eitt dvalarrými og eitt hjúkrunarrými. (meira…)
Maggi Eiríks, Ingi Tómas og Heimsmetshafinn

Nótt safnanna í Eyjum er fyrirmyndin að Safnahelgi á Suðurlandi sem verður haldin 6. til 8. nóvember. Kristín Jóhannsdóttir reið á vaðið með Nótt safnanna í Vestmannaeyjum með því að efna til viðburða á söfnum bæjarins í nóvembermánuði. Hugmyndin nær nú til alls Suðurlands með safnahelgi á helstu stöðum í kjördæminu. (meira…)
Vona að áhorfendur séu til í slaginn með okkur

Síðasta laugardag lék ÍBV sinn fyrsta leik í 1. deildinni þegar Eyjapeyjar sóttu Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. Mosfellingum var spáð sigri í deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara liðanna á meðan ÍBV var spáð 5. sæti. Það þurfti því ekki að koma sérstak-lega mikið á óvart að Aftureldinga hafði betur, 27:22. Svavar Vignisson, þjálfari […]
�?rjár skattstofur í Reykjavík

Eins og komið hefur fram er í fjárlagafrumvarpinu enn gert ráð fyrir rekstri skattstofunnar í Vestmannaeyjum á næsta ári. Hins vegar eru í frumvarpinu boðaðar þær breytingar að landið verði eitt skattumdæmi frá nk. áramótum. Samkvæmt hugmyndum vinnuhóps fjármálaráðuneytis og skattkerfisins er gert ráð fyrir að starfsemi skattstofa verði lögð niður á þremur stöðum á […]
Ísfélagið sigraði í firmakeppni Taflfélagsins

Í gærkvöldi fór fram firmakeppni Taflfélags Vestmannaeyja. Alls tóku 39 fyrirtæki þátt í keppninni að þessu sinni og tefldu 11 skákmenn fyrir þeirra hönd. Fór keppnin þannig fram að skákmenn drógu nöfn fyrirtækja og í byrjun var úrsláttarkeppni en í lokin þegar aðeins 11 fyrirtæki stóðu eftir var keppt í 5 umferða Monrad og tefldi […]
Boðar til fundar í Golfskálanum kl. 13.00 á morgun, laugardag

Laugardaginn, 17. október kl. 13:00 verður opinn fundur um Ísland og Evrópusambandið í Golfskálanum. Frummælandi verður Björn Bjarnason fv. ráðherra og höfundur bókarinnar, Hvað er Íslandi fyrir bestu? sem fjallar um kröfuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. (meira…)