Nótt safnanna í Eyjum er fyrirmyndin að Safnahelgi á Suðurlandi sem verður haldin 6. til 8. nóvember. Kristín Jóhannsdóttir reið á vaðið með Nótt safnanna í Vestmannaeyjum með því að efna til viðburða á söfnum bæjarins í nóvembermánuði. Hugmyndin nær nú til alls Suðurlands með safnahelgi á helstu stöðum í kjördæminu.