Bólusetning gegn svínaflensu að hefjast

Samkvæmt ákvörðun sóttvarnar­læknis verður einstaklingum nú boðið upp á bólusetningu gegn svokallaðri svínainflúensu. Bólu­efnið er ekki komið til landsins en reiknað með að það komi í 4 skömmtum fram til áramóta og fyrsti skammtur komi fyrir nk. mánaðamót. Stefnt er að því að hefja bólusetningu um mánaða­mótin september-október. (meira…)

Baldur var ódýrastur

„Siglingin gengur vel, við erum að nálgast Eyjarnar,“ sagði Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við Morgunblaðið á ellefta tímanum í gærkvöld. Breiðafjarðarferjan er notuð í stað Herjólfs sem er í slipp á Akureyri en vonast er til að skipið verði komið aftur í áætlun um næstu helgi. Undanfarin ár hefur ferjan St. […]

Eyjapeyjar í öðru sæti

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja náði þeim stórgóða árangri að enda í 2. til 3. sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák en mótið fór fram í Eyjum um helgina. Sveit Eyjamanna var lengst af í öðru sæti en á síðustu metrunum skutust Svíar upp að hlið þeirra og urðu sveitirnar hnífjafnar. Sveit Noregs varð hins vegar Norðulandameistari […]

Einn fékk gistingu hjá lögreglu í nótt

Einn gisti fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt. Að sögn lögreglu var hún kölluð út vegna slagsmála. Einn veitti mótþróa við handtöku og fékk hann að sofa úr sér í fangageymslu en verður svo yfirheyrður í dag. (meira…)

Kristín Erna skoraði fyrir U-19

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði síðara mark Íslands í 2:0 sigri á Portúgal með U-19 ára landsliði Íslands. Riðillinn er einmitt leikinn í Portúgal en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins. Markið kom á 82. mínútu en Þórhildur Stefánsdóttir, leikmaður HK/Víkings hafði komið Íslandi yfir á 66. mínútu. (meira…)

Stórt tap gegn Finnum

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Finnum en Eyjamenn náðu aðeins hálfum vinningi og töpuðu því 0,5-3,5. Rimaskóli, hin íslenska sveitin í mótinu náði svo aðeins einum vinningi gegn Norðmönnum, sem sitja í efsta sæti. Þessi umferð var því íslensku sveitunum erfið en síðasti keppnisdagur mótsins er á morgun. Úrslit […]

Eyjamenn með stórsigur gegn Dönum

Skáksveit Grunnskóla Vestmannaeyja vann 4-0 stórsigur á dönsku sveitinni í þriðju umferð NM barnaskólasveita sem fram fór í morgun. Rimaskóli gerði 2-2 jafntefli við sænsku sveitina. Norska sveitin er efst með 8,5 vinninga, Eyjamenn í öðru sæti með 8 vinninga og Rimaskóli í þriðja sæti með 6,5 vinning. Í fjórðu umferð, sem hófst kl. 16:30 […]

Eins og svart og hvítt gegn Fylki

Leikur ÍBV gegn Fylki var kaflaskiptur í meira lagi. Í fyrri hálfleik voru Eyjamenn mun sterkari og hefðu í raun átt að skora meira en eitt mark. Í þeim síðari var hins vegar eins og leikmenn ÍBV hefðu engan áhuga á leiknum og Fylkismenn gengu á lagið. Fylkir skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik en […]

Taka á móti Fylki í dag

Í dag klukkan 14.00 fer fram síðasti heimaleikur ÍBV í sumar þegar Eyjamenn taka á móti Fylki. Sæti ÍBV í úrvalsdeild er tryggt eftir að Fjölnir tapaði í síðustu umferð en leikmenn ÍBV vilja sjálfsagt safna fleiri stigum í sarpinn og færa liðið ofar í töflunni. Fylkismenn eiga hins vegar enn möguleika á 2. sætinu […]

Viðar �?rn ekki með slitin krossbönd

Viðar Örn Kjartansson, framherji ÍBV, er ekki með slitin krossbönd eins og óttast var. Krossböndin reyndust ekki slitin heldur losnuðu þau frá beininu við neðanvert hnéð en bein milli hnés og sköflungs brotnaði. Viðar fór í aðgerð í hádeginu í hjá Ágústi Kárasyni þar sem að þetta var lagað. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.