Eldfell eitt af bestu eldfjöllum bókmenntanna

Snæfellsjökull og Eldfell í Vestmannaeyjum, sem myndaðist í eldgosinu í Heimaey 1973, eru í hópi 10 bestu eldfjalla heims, að því er fram kemur í úttekt blaðamanns breska dagblaðsins The Guardian. Eldfjöllin eru valin með hliðsjón af umfjöllun um þau í bókmenntaverkum en þessi náttúrufyrirbæri þykja jafnan magnað sögusvið bóka. (meira…)
Leiðrétting frá Björgvin og Margréti

Vegna upptalningar á launum í Fréttum í gær viljum við Margrét koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri á upplýsingum sem birtust þar. Ég er gefinn upp með 47.938 kr. en rétt er svona fyrir alla þá sem vilja vita og eru að fylgjast með því af miklum áhuga þá er ég með hvorki meira né minna […]
Flugeldasýningin á �?jóðhátíðinni séð með augum Eyfellinga

Á miðnætti á föstudeginum í Þjóðhátíð, var Eyjapeyinn Heiðar Egilsson staddur á bænum Steinum undir Eyjafjöllum, þar sem búa hjónin Kristján Guðmundsson ( frá Faxastíg 27 ) og kona hans Ólöf Bárðardóttir. – Það var Þjóðhátíðar stemmning þar, meira að segja hústjald í garðinum hjá þeim hjónum. (meira…)
�?lafur tekur við af �?lafi

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs bæjarins greindu formaður og varaformaður frá vinnu og tillögum um breytta verkaskiptingu við yfirstjórn hafnarinnar og gerð nýs skipurits fyrir Vestmannaeyjahöfn sem taka á gildi 1. janúar 2010. Kemur fram í fundargerð að umtalsverðar breytingar hafi orðið á starfsmannahaldi undanfarin misseri og að hafnarstjóri, Ólafur Kristinson, láti af störfum […]
Netpóstur Eyjasýnar úti

Vegna bilunar í póstkerfi Smartmedia berst enginn póstur til Eyjasýnar ehf. sem á og rekur m.a. vikublaðið Fréttir og vefmiðilinn Eyjafréttir.is. Unnið er að viðgerð en þeir sem vilja komast í samband við ritstjórnir Frétta og/eða Eyjafrétta.is er bent á að hringja í 481-1300 eða koma við á Strandvegi 47. (meira…)
�?akklátur fyrir stuðninginn

Óhugnanlegt atvik átti sér stað á æfingu knattspyrnuliðs ÍBV á dögunum þegar Ingi Rafn Ingibergsson, leikmaður liðsins féll meðvitundarlaus í grasið. Um tíma var óttast um líf Inga Rafns enda hætti hann að anda um stundarsakir og púlsinn var orðinn mjög veikur. Hins vegar komst hann aftur til meðvitundar og eftir ítarlegar rannsóknir undanfarna daga, […]
Vildi ekki fara út í óvissuna

„Þetta eru náttúrlega þvílík forréttindi að vinna við að mæta á æfingu, hlaupa eins og fífl og sparka í fótbolta. Ég held að þessi ánægja sem maður fær út úr því fari aldrei úr mönnum með gott keppnisskap,“ segir Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður hjá Portsmouth í Englandi, sem skrifaði á dögunum undir nýjan eins árs samning […]
�?essi forréttindi verðum við að verja

Yfirlýstur tilgangur umsóknar að ESB hefur verið að kanna í eitt skipti fyrir öll hvað í boði sé þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa. Það gildir ekki síst um sjávarútvegsmálin, því margir helstu ESB sinnarnir hafa reynt að segja okkur að ekkert sé að óttast. Nú hefur spænski Evrópumálaráðherrann Diego López Garrido sagt […]
Margir leituðu læknisaðstoðar

Mikið álag var á heilbrigðisstarfsfólki þjóðhátíðardagana enda hefur gestum hátíðarinnar fjölgað milli ára. Vel á annað hundrað leituðu í sjúkratjaldið í Dalnum og til heilsugæslunnar á Sjúkrahúsinu á sólarhring. Ágúst Gústafsson, læknir stóð vaktina í sólarhring eða frá 16.00 á laugardag til 16.00 á sunnudag. Hann vann síðast á þjóðhátíð 2002 og segir mikla breytingu […]
�?jóðhátíðarfjörinu lauk um kl. 10 á mánudagsmorgni

Hljómsveitirnar Dans á Rósum og Tríkót léku á gamla danspallinum á sunnudagskvöldinu í Þjóðhátíð. Þegar dansleiknum þar lauk undir morgun, var fjörinu haldið áfram í tjaldinu hjá Vinum Ketils bónda og síðan þegar plássið þraut þar, var haldið út að ræðusteinum. (meira…)