Mawejje ekki á leiðinni burt?

Svo gæti farið að úganski leikmaðurinn Tonny Mawejje, sem var á leiðinni frá ÍBV á sunnudaginn, klári tímabilið með Eyjamönnum. Eftir því sem næst verður komist hefur reglum í Úganda verið breytt þannig að félagsskiptaglugginn lokaði ekki 1. september eins og áður var, heldur fyrr og því bendir allt til þess að Mawejje geti hreinlega […]

Rifist um vítaspyrnuna í Pepsímörkunum

Það átti sér afar athyglisverð umræða í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sporti í gærkvöldi um hvort að það hafi verið réttur dómur að dæma víti á ÍBV í leik liðsins gegn Val á laugardag. Þeir Hörður Magnússon, þáttarstjórnandi, og Magnús Gylfason, sérfræðingar, voru ekki á sama máli um hvort að vítadómurinn hafi verið réttur. (meira…)

Róleg vika að baki hjá lögreglu

Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku. Þó voru ýmis verkefni sem lögreglan þurfti að sinna. Um síðastliðnu helgi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála í heimahúsi. Lögreglumenn fóru á staðinn en þá voru slagmálin yfirstaðin og ekki þörf á aðstoð lögreglu. Einnig var kvartað yfir ónæði frá gleðskap. Húsráðendur lofuðu að […]

KFS getur tryggt sér sæti í undanúrslitum í dag

Í dag, klukkan 17.30 tekur KFS á móti Hvíta riddaranum í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum 3. deildar. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli en fyrri leik liðanna lauk með glæsilegum útisigri KFS 1:3. Eyjamönnum dugir því jafntefli eða sigur til að komast áfram og mega jafnvel tapa leiknum með einu marki. Það er hins […]

Nýtt fiskveiðiár á miðnætti

Nýtt fiskveiðiár hófst á miðnætti í skugga mikils niðurskurðar á kvótum mikilvægra tegunda. Mestu munar að ýsukvótinn á þessu fiskveiðiári verður heilum 30 þúsund tonnum minni en á síðasta fiskveiðiári, eða aðeins 63 þúsund tonn, samanborið við 93 þúsund tonn á nýliðnu fiskveiðiári. Þetta jafngildir ársafla fimm til sex togara, ef þeir veiddu einungis ýsu. […]

Hópferð á leik Grindavíkur og ÍBV

Næstkomandi fimmtudag verður leikur Grindavíkur og ÍBV og er það einn mikilvægasti leikur Eyjamanna í langan tíma en í þessum leik geta bæði liðin tryggt sér sæti í Pepsídeildinni á næsta ári. Stuðningur við ÍBV er því mikilvægur í leik eins og þessum og við Eyjamenn viljum sjá liðið okkar spila áfram með þeim bestu. […]

Ákveðið að endurbyggja skipalyftuna

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum að ráðast í endurbyggingu upptökumannvirkja í Vestmannaeyjahöfn en tæp þrjú ár eru liðin síðan skipalyftan hrundi. Samkvæmt kostnaðaráætlun er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 250 milljónir miðað við gengi Bandaríkjadollars í dag. Samþykkt var að ráðast í endurbyggingu upptökumannvirkja og taka upp viðræður við bæjaryfirvöld um fjármögnun […]

Skelfilegt að missa þá

„Það er auðvitað bara alveg skelfilegt ef það er raunin að þessir þrír lykilleikmenn séu á förum frá okkur núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið í gær. Allt útlit er fyrir að Eyjamenn missi þá Ajay Leitch-Smith, Christopher Clements og Tonny Mawejje. (meira…)

Lokað vegna viðgerðar frá sunnudegi til fimmtudags

Kæru viðskiptavinir Lokað verður hjá okkur frá og með deginum í dag (sunnudag) og til hádegis á fimmtudag (3. sept) vegna viðgerða á gólfi staðarins. Opnum aftur fimmtudaginn 3 sept með okkar víðfrægu Humarsúpu ala VolcanoCafé á tilboði í hádeginu. (meira…)

Erlendu blaðamennirnir aðgangsharðir við Margréti Láru

Erlendu blaðamennirnir sem voru mættir á blaðamannafund fyrir leik Íslands og Þýskalands í gær höfðu mun meiri áhuga á að tala við Margréti Láru Viðarsdóttur en landsliðsþjálfarann og Eddu Garðarsdóttur sem voru einnig á fundinum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.