Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku. Þó voru ýmis verkefni sem lögreglan þurfti að sinna. Um síðastliðnu helgi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála í heimahúsi. Lögreglumenn fóru á staðinn en þá voru slagmálin yfirstaðin og ekki þörf á aðstoð lögreglu. Einnig var kvartað yfir ónæði frá gleðskap. Húsráðendur lofuðu að hafa hægar um sig þannig að aðrir íbúar hefðu svefnfrið.