Hvað er elsti lundinn gamall?

Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC er frétt þar sem fuglafræðingar í Skotlandi segjast hafa fundið elsta lunda Evrópu, 34 ára gamlan. Bretarnir hafa reyndar aðeins hlaupið á sig því elsta lundinn fannst í Eyjum fyrir tólf árum. Á Safnavef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að elsti lundi sem fundist hefur við Vestmannaeyja, hafi verið 35 ára gamall, […]

Ási Friðriks flytur hátíðarræðuna

Ásmundur Friðriksson, Eyjamaður og núverandi bæjarstjóri í Garði á Reykjanesi mun flytja hátíðarræðu Þjóðhátíðarinnar 2009 en Ásmundur var viðstaddur blaðamannafund Þjóðhátíðarnefndar í síðustu viku. Það verður vafalaust slegið á létta tóna í ræðu Ásmundar enda var hann einn af forsvarsmönnum Hrekkjalómafélagsins á sínum tíma. Þá er dagskrá Þjóðhátíðarinnar að taka á sig mynd og má […]

Eyþór Ingi heillar dömurnar á Volcano um helgina

Nú er komið að þvi í fyrst skipti á Volcano Café mætir kóngurinn úr þáttunum „Bandið hans Bubba“ en þar fór þessi snillingur á kostum með svaðalegri rödd og töffaraskap nú mætir hann við annan mann og mun heilla dömurnar og kannski einhverja stráka upp úr skónum á Volcano Café á föstudags- og laugardagskvöldið 24. […]

Búið að velja sveit GV

Nú er búið að velja átta manna sveit kylfinga sem mun spila fyrir hönd GV í Sveitakeppninni í golfi 7. til 9. ágúst. Í fyrra kepptu Eyjamenn í 2. deild og fór keppnin fram á Akureyri þar sem sveit GV tryggði sér sæti í 1. deild eða efstu deild í ár. Keppni efstu deildar fer […]

�?ska eftir aðstoð við baráttuna við fíkniefni

Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur almenning til að aðstoða í baráttunni við fíkniefni og neyslu þeirra. Lögreglan beinir því til fólks að vera vakandi varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Eyja fyrir Þjóðhátíð. Þá hvetur lögreglan fólk til að flytja ekki töskur eða pakka til Eyja fyrir aðra ef grunur leikur á að í þeim sé fíkniefni. […]

Mikilvægasta vika sumarsins framundan

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Fram í mikilvægum fallbaráttuslag á Hásteinsvellinum í kvöld. Eins og gefur að skilja er leikurinn afar mikilvægur, sérstaklega fyrir Eyjamenn sem sitja í fallsæti þegar Íslandsmótið er hálfnað. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV segir næstu viku vera þá mikilvægustu í sumar. (meira…)

Ferguson til ÍBV

Knattspyrnumennirnir Egill Jóhannsson og Anton Bjarnason hafa skipt úr KFS yfir í ÍBV að nýju eftir að hafa verið í láni hjá 3. deildarliðinu það sem af er sumars. Þeir eru kallaðir til ÍBV nú þegar félagsskiptaglugginn var opnaður tímabundið að nýju en báðir hafa þeir leikið lykilhlutverk hjá KFS. (meira…)

Fjörugur fréttamannafundur �?jóðhátíðarnefndar

Á föstudag var haldinn fréttamannafundur Þjóðhátíðarnefndar þar sem nokkrir af þeim skemmtikröftum sem troða upp, komu fram. Farið var víða um eyjuna, m.a. inn í Island Studios, út á sjó, inn í Herjólfsdal og í golfskálann. Skemmtikraftarnir tóku að sjálfsögðu lagið og var mikið fjör á fréttamannafundinum. (meira…)

Brennisteinslykt af Jökulsá á Sólheimasandi

Mikil brennisteinslykt hefur verið úr Jökulsá á Sólheimasandi undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Skjálftavirkni hefur verið undanfarna daga í Eyjafjallajökli. Almannavarnir fylgjast með gangi mála þar ásamt Veðurstofu Íslands. Ekki hefur verið talin ástæða til frekari rástafana að svo komnu máli en áfram verður fylgst vel með. Þetta kemur fram í dagbók […]

Eldingar við �?ingvallavatn

Svo virðist sem eldingar hafi sviðið gróður nærri Þingvallavatni í gær. Þrumur, eldingar og úrhellisrigning voru víða á Suðurlandi og í nágrenni við Þingvelli. (meira…)