Fundu kannabisefni á aðila sem var að koma með slöngubát frá Bakkafjöru
18. ágúst, 2009
Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku við hin ýmsu mál. Segja má að það sé nokkuð óvenjulegt miðað við tíma árs, þar sem mikið fækkar í bænum á þessum tíma þegar heimamenn taka sitt sumarfrí að lokinni þjóðhátíð.