Tvö slys í Vestmannaeyjum

Tvö slys urðu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, vinnuslys og umferðarslys. Lyftari valt og lenti ökumaðurinn undir húsi lyftarans með ristina og kramdist nokkuð. Rétt fyrir miðnætti varð unglingsstúlka fyrir bíl í Herjólfsdal. Á Mbl.is er haft eftir lögreglunni að stúlkan hafi handleggsbrotnað og fengið gat á höfuðið. (meira…)
Heimsmeistaramót í tennisgolfi

Heimsmeistaramót í svokölluðu tennisgolfi fór fram í Vestmannaeyjum í dag. Þar eru golfkylfur notaðar til að koma tennisbolta á áfangastað. Það reynir ekki síður á útsjónarsemi en höggþunga í þessari nýlegu íþróttagrein. (meira…)
ÍBV og Fram á mánudagskvöld kl. 19.15

Leik ÍBV og Fram, sem fara átti fram í Eyjum á morgun, sunnudag, hefur verið færður til mánudags og verður leikinn þá um kvöldið kl. 19.15. (meira…)
Geta ekki fætt heima vegna lokunar

Skurðstofan í Vestmannaeyjum er lokuð um helgina aðeins nokkrum dögum eftir yfirstaðna sumarlokun. Par sem á von á sínu fyrsta barni gagnrýnir að hafa ekki fengið réttar upplýsingar þegar þeim var sagt að þau gætu komið aftur heim til Eyja til að eignast barnið. (meira…)
Stefnir í metaðsókn á �?jóðhátíð

Það stefnir í metaðsókn á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Rúmlega sjö þúsund manns hafa staðfest pantanir með flugi og Herjólfi. Það eru um eitt þúsund fleiri bókanir en á sama tíma í fyrra nú þegar hálfur mánuður er til Verslunarmannahelgarinnar. (meira…)
Friðrik �?ór Sigmarsson gengur til liðs við Valsara

Hinn knái markvörður í handboltanum, Friðrik Þór Sigmarsson, hefur gengið til liðs við Val í Reykjavik. Hann er sem kunnugt er sonur Sigmars Þrastar, sem gerði garðinn frægan á árum áður. Friðrik Þór er talinn einn af þeim efnilegri, sem verja íslensk handboltamörk. (meira…)
Nokkrir hrekkir

Eftir erfiða viku er gott að fá tækifæri til að hlægja svolítið. Landsmálin hafa tekið tíma og tekið á suma. En framundan er aðeins sæla þegar við höfum fengið aðild að ESB. Og í tilefni af því er hér myndband af nokkrum japönskum hrekkjum, sem með dálítill illgirni, er hægt að hlægja að. (meira…)
Toppslagur á Helgafellsvelli í kvöld

KFS tekur á móti liði Álftanes í kvöld á Helgafellsvelli kl. 19. Um toppslag er að ræða, en KFS er í efsta sæti B-riðils 3. deildar og Álftanes í 2. sæti. KFS hefur sýnt góða frammistöðu fram til þessa og hafa ekki tapað leik í sumar. (meira…)
Gungur og druslur og óbilgjarnir kratar

ESB sinnar sýndu þjóð sinni mikla óbilgirni í dag að hafna því að við fengjum að kjósa um það hvort sótt yrði um. Þingmenn Vinstri grænna sýndu að þeir eru það sem góður og að ég held týndur stjórnarandstæðingur af Langanesinu kallaði eitt sinn gungur og druslur”.” (meira…)
Hafrannsóknarstofnun mælir ekki með síldveiðum úr sumargotsstofninum

Sýking í íslensku sumargotssíldinni er ekki í rénun samkvæmt nýlegum rannsóknaleiðangri og Hafrannsóknastofnun mælir ekki með veiðum á næstu vertíð nema frekari rannsóknir leiði í ljós jákvæðar niðurstöður, að því er Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. (meira…)