Tugmilljarða skuldir Magnúsar afskrifaðar

Útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við Landsbankann verði afskrifaður. Hann mun þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir. (meira…)

Eyjamenn lögðu Eyjamenn að velli

Úrvalsdeildarlið ÍBV og 3. deildarlið KFS mættust í æfingaleik í gær í slagnum um Heimaey. KFS undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi úrslitakeppni í 3. deild en ÍBV sárvantar æfingaleiki þar sem búið er að fresta tveimur deildarleikjum liðsins. Leikurinn var því kærkominn fyrir bæði lið. Eftir jafnan leik framan af var það ÍBV […]

Gauti hjá ÍBV út tímabilið 2011

Framherjinn ungi, Gauti Þorvarðason skrifaði í kvöld undir nýjan samning hjá ÍBV sem gildir út tímabilið 2011 eða í rúm þrjú ár. Segja má að Gauti hafi komið nokkuð óvænt inn í lið ÍBV í sumar en hann var ekki í leikmannahópi ÍBV í fyrstu leikjunum. Hann fékk tækifæri í þriðju umferð gegn Stjörnunni og […]

ÍBV leikur gegn Grindavík 2. september

Nú liggur ljóst fyrir að ÍBV og Grindavík leika miðvikudaginn 2. september á Grindavíkurvelli en leiknum hafði verið frestað vegna Svínaflensu í Grindavíkurliðinu. Eyjamenn hafa aðeins leikið einn leik í ágústmánuði en þurfa svo að leika fimm leiki á sextán dögum. (meira…)

Tryggðu sér efsta sætið með glæsilegum útisigri

Eyjaliðið KFS heldur áfram að gera góða hluti í B-riðli 3. deildar í Íslandsmótsins í knattspyrnu en þegar aðeins einn leikur er eftir í riðlakeppninni, hefur KFS ekki tapað leik. Nú síðast lagði KFS Álftanes að velli á Bessastaðavelli en Álftanes er í öðru sæti riðilsins og átti enn möguleika á efsta sætinu. En leikmenn […]

Hætt komnir í Bakkafjöru

Björgunarbáturinn Þór var kallaður út um hálf ellefu í gærkvöldi mótor á tuðru bilaði en tuðran var á leið úr Bakkafjöru og til Eyja. Auk björgunarbátsins var þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar kölluð út enda var talsverður sjór við Bakkafjöru. (meira…)

Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV styður heilshugar þá ákvörðun KSÍ að fresta viðurreign Grindavíkur og ÍBV vegna þeirra veikinda sem hrjáð hafa leikmenn Grindvíkinga. Ljóst er að svínaflensan hefur greinst meðal leikmanna félagsins og töluverð hætta á að fleiri smitist hefði leikurinn verið spilaður. Mótanefnd KSÍ hefur með þessari ákvörðun sett skýr viðmið varðandi frestun á leikjum vegna […]

Leik ÍBV og ÍA frestað til morguns

Leik ÍBV og ÍA í 2. deild kvenna, sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað til morguns, sunnudags kl. 14.00 og verður leikið á Hásteinsvelli. (meira…)

Erum við aumingjar eða eymingjar?

Er óánægður með að það skuli aðeins þrjú þúsund manns mæta á samstöðufundinn. Hefði viljað sjá þessa tölu alla vega þrefalda. Enda er verið að reyna að þröngva upp á okkur þrælasamningi, sem mun binda okkur í báða fætur næstu áratugina. Og ekki bara okkur, heldur börnin okkar líka. (meira…)

Mr. Bean fer á kostum sem fyrr

Hver man ekki eftir Mr. Bean, þessum einstaka klaufa, sem hefur skemmt svo mörgum í gegnum árin. Hér er myndband með Mr.Bean, þegar hann heimsækir læknastofu. Myndband, sem ætti að gleða þreytta sál í lok vinnuviku. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.