Framherjinn ungi, Gauti Þorvarðason skrifaði í kvöld undir nýjan samning hjá ÍBV sem gildir út tímabilið 2011 eða í rúm þrjú ár. Segja má að Gauti hafi komið nokkuð óvænt inn í lið ÍBV í sumar en hann var ekki í leikmannahópi ÍBV í fyrstu leikjunum. Hann fékk tækifæri í þriðju umferð gegn Stjörnunni og hefur verið í leikmannahópnum síðan.