Göngustígar endurbættir á Selfossi

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vinnur nú að endurbótum á göngustígum í Árborg í kjölfar útboðs á verkinu fyrr í sumar. Í byrjun vikunnar hófst vinna við endurbætur á svonefndum Rimastíg, sem liggur frá Langholti að Norðurhólum og miðar verkinu vel. (meira…)

Rauðhetta og félagar á Stakkó

Næstkomandi sunnudag mun Leikhópurinn Lotta sýna nýjustu upp­færslu sína, Rauðhettu, á Stakkó. Sýningin hefst klukkan 13.00. Sjóvá gefur við­skipta­­­vinum sínum í Stofni tvo miða fyrir börn á sýninguna. Leiksýningin fer fram utandyra og verða áhorfendur því að klæða sig eftir veðri og taka jafnvel með sér teppi ef kalt er í veðri. (meira…)

Leikskólakrakkarnir fóru �?út�? að borða

Í dag sameinuðust börnin á leikskólunum Kirkjugerði og Sóla á fyrrnefnda leikskólanum. Nú styttist í að starfsmenn og nemendur fari í sumarfrí og hefur sú hefð skapast hjá skólunum tveimur, að nemendur borði saman úti á þessum degi ár hvert. Veðrið lék við Eyjamenn í dag og því ekki leiðinlegt að sporðrenna pylsu og skola […]

Makrílveiðar stöðvaðar

Eftir eina klukkustund verða makrílveiðar bannaðar í íslenskri lögsögu samkvæmt ákvörðun Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá verða veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum aðeins leyfilegar norðan 66°N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Þessi reglugerðarbreyting tekur gildi á miðnætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu en […]

Björgunarfélagið heimsótti nágranna sína á Suðurlandi

Í gær fór Björgunarfélag Vestmannaeyja í heimsókn til félaga sinna á Suðurlandi en sveitir frá Hvolsvelli, Hellu, Vík og úr Landeyjunum tóku á móti Eyjamönnum í Landeyjahöfn. Siglt var á björgunarbátnum Þór og fengu félagsmenn nágrannafélaganna að fara í stutta siglingu með bátnum. Óskar Pétur Friðriksson var með í för og myndaði ferðina í bak […]

Enn sýking í síldinni

Aftur finnst nú töluvert af sýktri síld í íslensku sumargotssíldinni, en sýkingarinnar varð fyrst vart í fyrrasumar og voru vonir bundnar við að hún gengi yfir í vetur. Sú er hins vegar ekki raunin samkvæmt upplýsingum úr síldarleiðangri hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar sem nú er að kanna ástand síldarinnar suður af landinu. (meira…)

Sofandi og hálfnaktar

Við komum ekki nógu vel stemmdar í seinni hálfleik og við vorum hreinlega sofandi og það sást í lok fyrri hálfleiks þegar þær áttu stórsókn á okkur og tvö skot í slá og við vorum ekki nógu vel á verðinum.sagði Þórhildur Ólafsdóttir 2009-07-08 08:17:00 (meira…)

Eimskip dæmt til að greiða 700 þúsund eftir fall farþega í Herjólfi

Eimskipafélag Íslands var á dögunum dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Kjartani Guðfinnssyni 700 þúsund krónur eftir að Kjartan rann til í bleytu á klefagangi Herjólfs, sem Eimskip rekur. Kjartan, sem gekk við hækju áður en slysið varð, var á leið út úr lyftu skipsins á fjórðu hæð þegar hækjan rann til með þeim […]

�?Best væri ef þessir sóðar yrðu staðnir að verki�?

Guðmundur Þ. B. Ólafsson, forstöðumaður Áhaldahússins sendi Eyjafréttum þessar myndir af ótrúlegri umgengni á nýja hrauninu. Við útsýninspallinn sem er gengt Ystakletti, hefur rusli verið kastað niður í hraunið. Ekki er um það að ræða að ökumaður hafi tæmt öskubakka bifreiðar því þarna er að finna heilu plastpokana af rusli, rafgeymi og jólaskraut. (meira…)

ÍBV mætir Fylki í kvöld

Kvennalið ÍBV mætir í kvöld úrvalsdeildarliði Fylkis í átta liða úrslitum VISA bikars kvenna. ÍBV spilar sem kunnugt er í 1. deild en hefur þó slegið út tvö úrvalsdeildarlið á leið sinn í átta liða úrslit, GRV og Aftureldingu/Fjölni. Fylkir er þó með betra lið en bæði þessi lið og verður því vafalaust um erfiðan […]