Í gær fór Björgunarfélag Vestmannaeyja í heimsókn til félaga sinna á Suðurlandi en sveitir frá Hvolsvelli, Hellu, Vík og úr Landeyjunum tóku á móti Eyjamönnum í Landeyjahöfn. Siglt var á björgunarbátnum Þór og fengu félagsmenn nágrannafélaganna að fara í stutta siglingu með bátnum. Óskar Pétur Friðriksson var með í för og myndaði ferðina í bak og fyrir. Myndirnar má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst