Meira um lundann (að gefnu tilefni)

Var að horfa upp í Heimaklett núna áðan með sjónaukanum, mikið lundaflug austast í klettinum og fyrir ofan efri göngustíg, en lítið á Kleifunum. Kannski gott dæmi um þær breytingar sem orðið hafa síðustu ár, því að eftir að Eiðis svæðið fór að byggjast upp og umferðin þar að aukast með tilheyrandi hávaða og látum, […]

Hallgrímur vann í Leirunni

Hallgrímur Júlíusson, kylfingurinn efnilegi úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, bar sigur úr býtum á þriðja móti sumarsins í unglingamótaröð GSÍ. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og lauk um miðjan dag í gær. Hallgrímur leikur í flokki 15-16 ára og var keppnin æsispennandi. Kylfingarnir safna stigum í mótum sumarsins og er stigakeppnin jöfn og spennandi en […]

Gista í skútum og skoða Færeyjar

Hópurinn sem sigldi á tuðrum frá Vestmannaeyjum til Færeyja, nýtur nú þess sem nágrannar okkar í suðri hafa upp á að bjóða. Hópurinn komst á endastöð, Runavik um klukkan 17.00 á laugardaginn og tók talsverður hópur fólks tók á móti sæförunum á bryggjunni. Þá tók við hvíld hjá mannskapnum enda talsverð þreyta í hópnum eftir […]

Southgate vill Hermann

Middlesbrough, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins sett sig í samband við Hermann Hreiðarsson leikmann Portsmouth og vill semja við hann til tveggja ára. (meira…)

Vel heppnuðu Íslandsmóti í golfi lokið

Í kvöld lauk keppni í Íslandsmóti eldri kylfinga hér í Eyjum. Alls voru 117 keppendur skráðir til leiks, þar af 19 frá Golfklúbbi Vestmannaeyja og hafa aldrei fleiri tekið þátt í mótinu frá GV. Keppt var í fjórum flokkum, tveimur karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum, með og án forgjafar. Veðrið var mjög gott fyrstu tvo daga […]

1900 tonn af makríl í Eyjum

Þessa stundina er verið að landa nítján hundruð tonnum af makríl í Vestmananeyjum. Það eru fjölveiðiskip Vinnslustöðvarinnar Sighvatur Bjarnason VE81 og Kap VE4 sem fengu þennan afla suðaustur af landinu á sömu slóðum og nótaskipin eru nú á veiðum. (meira…)

Komin til Færeyja

Tuðrusiglingunni frá Vestmannaeyjum til Færeyja er nú lokið en siglt var á fjórum tuðrum frá Vestmannaeyjum, til Hafnar í Hornafirði og þaðan til Færeyja. Hópurinn, um tuttugu manns, lögðu af stað frá Höfn um níuleytið í gærkvöldi og komust í land í Færeyjum um klukkan þrjú í dag. Hilmar Kristjánsson sagði ferðina hafa gengið vel […]

Blár bæjarstjóri tekinn til starfa í Garðinum

Mikið rosalega er ánægjulegt að sjá í dag malbikunarvélar á fullu við að leggja malbik í Garðinum. Það er dásamlegt að finna hina einu sönnu og góðu lykt af malbikinu.Það var komin tími til lagfæringa,því holurnar voru orðnar nokkuð margar. (meira…)

Jafnt hjá KFS gegn KFR

KFS tók í dag á móti KFR frá Hvolsvelli en leikur liðanna fór fram við ágætar aðstæður á Týsvellinum. KFR teflir fram mun sterkara liði en undanfarin ár og þrátt fyrir að vera enn án sigurs, hafa Hvolsvellingar náð tveimur jafnteflum í B-riðli. Þriðja jafnteflinu náðu þeir í dag því lokatölur á Týsvellinum urðu 1:1. […]

Aníta Sumarstúlka Vestmannaeyja 2009

Aníta Jóhannsdóttir var fyrir skömmu krýnd Sumarstúlka Vestmannaeyja 2009 í samnefndri keppni sem haldin var í Höllinni. Fjórtán stúlkur kepptu í þessari óformlegu keppni þar sem ytri fegurð er ekki allt, Sumarstúlkan þarf að bera ýmsa aðra kosti umfram það. Aníta er vel að titlinum komin en kvöldið þótti mjög vel heppnað, góður matur, frábær […]