Eyjamenn sækja Breiðablik heim í kvöld

Í kvöld sækja Eyjamenn Breiðablik heim í Kópavoginn og hefst leikurinn klukkan 19.15. Blikar þóttu stálheppnir að fara með öll þrjú stigin frá Eyjum eftir fyrri viðureign liðanna og vilja leikmenn ÍBV vafalaust jafna metin í kvöld með sigri. Þrjú stig kæmu sér líka afar vel í fallbaráttu ÍBV-liðsins. (meira…)
Uppselt með Herjólfi til Eyja á fimmtudag

Ótrúlegt en satt, þá kemstu ekki með Herjólfi til Eyja á fimmtudag fyrir Þjóðhátíð nema þú sért nú þegar búin/n að kaupa miða. Uppselt er fyrir farþega, bíla, hunda, ketti og ísbíla þann 30.júlí. Hins vegar er pláss í næturferð aðfaranótt föstudags sem fer kl 02:00 frá Þorlákshöfn en ca 50 sæti eru laus svo […]
Varnarmennirnir sáu um KFR

KFS heldur áfram að gera góða hluti í 3. deildinni en liðið sótti nágranna sína KFR heim á Hvolsvöll í gærkvöldi. Eyjamenn hafa verið í efsta sæti B-riðils nánast í allt sumar og halda efsta sætinu með góðum útisigri í gær, lokatölur urðu 0:2. Það voru varnarmennirnir Sindri VIðarsson og Hilmar Björnsson sem skoruðu mörk […]
Hitað upp fyrir �?jóðhátíð á útvarpsstöðinni Suðurland FM 96,3

Frá miðvikudeginum 29. júlí til föstudagsins 31. júlí verður sérstakur upphitunar útvarpsþáttur fyrir Þjóðhátíð 2009 kl. 13-16 á Suðurland FM 96,3. Þátturinn, sem er í umsjá Bessa Hressa og Vignis Egils, nefnist Í brekkunni og verður öllu til tjaldað til að koma fólki í rétta gírinn. (meira…)
ð var það seint í ár að þegar lundaveiði er leyfð frá 25. júlí

er þetta fjórða eða fimmta árið sem varpið misferst. Göngum vel um náttúruna (meira…)
�?órarinn Ingi framlengir hjá ÍBV

Knattspyrnumaðurinn efnilegi Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur framlengt samningi sínum hjá ÍBV til tveggja ára eða út árið 2011. Þórarinn Ingi, sem er 19 ára örvfættur leikmaður, hefur leikið með meistaraflokki ÍBV síðustu þrjú ár. Gamli samningur átti að renna út í desember á þessu ári. (meira…)
Vonleysi er vandamál

Það er að koma æ betur í ljós þessa dagana að hefðbundið verklag stjórnmálanna dugar ekki til að takast á við og leysa þau stóru og aðkallandi efnahagslegu og pólitísku vandamál sem þjóðin á við að glíma. Kannski eru þau einmitt svo óvenjuleg og stór að þau kalla á óvenjulega pólitíska nálgun til lausnar. Nægir […]
Stóraukið sætaframboð hjá Flugfélagi Vestmannaeyja yfir �?jóðhátíð

Ennþá eru laus sæti hjá Flugfélagi Vestmannaeyja til Eyja um Þjóðhátíðina. Flugfélag Vestmannaeyja hefur bætt við sig flugvélum og stóraukið sætaframboð. Það er því ljóst að um loftbrú milli Bakka og Vestmanneyja verður um hátíðina og að farnar verði á bilinu 400-500 feðrir frá miðvikudeginum 29.júlí til 4.ágúst. Um 1000 manns hafa nú þegar bókað […]
Háhyrningar breyta um tíðni hljóða

Dæmi eru um að háhyrningar hafi breytt tíðni samskiptahljóða vegna mikillar bátaumferðar. Þetta er meðal þess sem erlendir vísindamenn kanna við rannsóknir á háhyrningum við Vestmannaeyjar sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur. (meira…)
Háhyrningar léku listir sínar fyrir ferðamenn

Mikið líf hefur verið í sjónum umhverfis Heimaey undanfarna daga en áður hefur verið sagt frá markrílvöðu sem var vestan við eyjuna í lok síðustu viku. Þá hafa háhyrningar elt fæðuna og leika um leið listir sínar fyrir þá sem á horfa. Þeir urðu því ekki fyrir vonbrigðum ferðamennirnir um borð í ferðamannabátnum Víkingi sem […]