KFS heldur áfram að gera góða hluti í 3. deildinni en liðið sótti nágranna sína KFR heim á Hvolsvöll í gærkvöldi. Eyjamenn hafa verið í efsta sæti B-riðils nánast í allt sumar og halda efsta sætinu með góðum útisigri í gær, lokatölur urðu 0:2. Það voru varnarmennirnir Sindri VIðarsson og Hilmar Björnsson sem skoruðu mörk KFS en bæði mörkin komu í seinni hálfleik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst