Eldur í sumarbústað í Munaðarnesi

Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að engan hafi sakað þegar eldur kviknað í sumarbústað í Munaðarnesi nú í morgunsárið. Fimm manna fjölskylda slapp ómeidd. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út laust fyrir klukkan sex. Þegar það kom á vettvang logaði í forstofu bústaðarins. Vel gekk að slökkva eldinn en bústaðurinn er mikið skemmdur. (meira…)
Herjólfur siglir á annarri vélinni

Farþegaskipið Herjólfur siglir á annarri vélinni en skipið hélt af stað úr höfn á sínum venjulega tíma í morgun eða klukkan 8:15. Í nótt var unnið að viðgerð á annarri af tveimur aðalvélum skipsins en samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi, tók viðgerðin lengri tíma en áætlað var. (meira…)
�?trúlega dauft gegn Fram

Leikurinn gegn Fram í kvöld olli miklum vonbrigðum því eftir góða leiki undanfarið, gegn Keflavík og FH, vonuðust stuðningsmenn ÍBV eftir að liðið sitt myndi halda áfram á sömu braut gegn Fram, sem er klárlega ekki jafn sterkt lið og Keflavík og FH. Leikmenn ÍBV náðu hins vegar ekki að halda sama dampi og niðurstaðan […]
Inn í ESB til að bjarga ríkisstjórninni

Ákvörðun Alþingis í síðustu viku þess efnis að sækja um aðild að Evrópusambandinu er dapurleg. Samþykktin er fengin fram með atkvæðum þingmanna Vinstri grænna, sem segjast vera andvígir málinu sem þeir studdu og þeir boða andstöðu við þann samning sem væntanlega verður gerður. Það gera þeir til þess eins að tryggja að flokkurinn verði áfram […]
Elsti lundinn sem fundist hefur í Eyjum í það minnsta 38 ára gamall

Nýjustu tíðindi herma að elsti lundinn sem fundist hefur í Vestmannaeyjum sé í það minnsta 38 ára gamall. Þetta segja þau Hálfdán Helgason og Elínborg Sædís Pálsdóttir, líffræðingar hjá Náttúrustofu Suðurlands. Það var Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða sem merkti lundann. Þetta kemur fram í viðtali við þau Hálfdán og Elínborgu sem birtist í […]
Hvað er elsti lundinn gamall?

Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC er frétt þar sem fuglafræðingar í Skotlandi segjast hafa fundið elsta lunda Evrópu, 34 ára gamlan. Bretarnir hafa reyndar aðeins hlaupið á sig því elsta lundinn fannst í Eyjum fyrir tólf árum. Á Safnavef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að elsti lundi sem fundist hefur við Vestmannaeyja, hafi verið 35 ára gamall, […]
Ási Friðriks flytur hátíðarræðuna

Ásmundur Friðriksson, Eyjamaður og núverandi bæjarstjóri í Garði á Reykjanesi mun flytja hátíðarræðu Þjóðhátíðarinnar 2009 en Ásmundur var viðstaddur blaðamannafund Þjóðhátíðarnefndar í síðustu viku. Það verður vafalaust slegið á létta tóna í ræðu Ásmundar enda var hann einn af forsvarsmönnum Hrekkjalómafélagsins á sínum tíma. Þá er dagskrá Þjóðhátíðarinnar að taka á sig mynd og má […]
Eyþór Ingi heillar dömurnar á Volcano um helgina

Nú er komið að þvi í fyrst skipti á Volcano Café mætir kóngurinn úr þáttunum „Bandið hans Bubba“ en þar fór þessi snillingur á kostum með svaðalegri rödd og töffaraskap nú mætir hann við annan mann og mun heilla dömurnar og kannski einhverja stráka upp úr skónum á Volcano Café á föstudags- og laugardagskvöldið 24. […]
Búið að velja sveit GV

Nú er búið að velja átta manna sveit kylfinga sem mun spila fyrir hönd GV í Sveitakeppninni í golfi 7. til 9. ágúst. Í fyrra kepptu Eyjamenn í 2. deild og fór keppnin fram á Akureyri þar sem sveit GV tryggði sér sæti í 1. deild eða efstu deild í ár. Keppni efstu deildar fer […]
�?ska eftir aðstoð við baráttuna við fíkniefni

Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur almenning til að aðstoða í baráttunni við fíkniefni og neyslu þeirra. Lögreglan beinir því til fólks að vera vakandi varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Eyja fyrir Þjóðhátíð. Þá hvetur lögreglan fólk til að flytja ekki töskur eða pakka til Eyja fyrir aðra ef grunur leikur á að í þeim sé fíkniefni. […]