Lögðu af stað frá Hornafirði áleiðis til Færeyja

Hópurinn sem hyggst sigla á tuðrum frá Vestmannaeyjum til Færeyja, með viðkomu á Höfn í Hornafirði, lagði af stað áleiðis til Færeyja nú í kvöld. Áætlaður siglingatími er sextán klukkustundir, yfir opið Atlantshafið. Ef allt gengur upp ættu tuðrurnar fjórar og harðplastbáturinn sem fylgir með, að komast til Runavikur í Færeyjum um eða eftir hádegi […]
Verndum Lundann

Skemmtistaðurinn Lundinn verður lokaður um helgina en opnar aftur þriðjudaginn 23. júní klukkan 21.00. Á meðan fara Jón Ingi og félagar yfir á Prófastinn þar sem opið verður fram á nótt, kaldur á krananum og geðveik stemmning. Búið er að taka Prófastinn í gegn og geta Eyjamenn kynnt sér breytingarnar um helgina. (meira…)
Guðsþjónusta klukkan 11 á sunnudaginn

Starfsmanni Landakirkju varð á í messunni þegar hann sendi tilkynningu á Fréttir um messutíma í vikunni. Í kirkjudálki blaðsins er sagt að guðsþjónustan hefjist klukkan 13.00 sem er kolrangt. Hið rétta er að guðsþjónustan hefst klukkan 11.00 eins og alltaf á sumrin. (meira…)
Hópferð á Valur – ÍBV á mánudag

Stefnt er að því að fara í hópferð á leik Vals og ÍBV á mánudaginn. Til þess að svo geti orðið þarf að hafa hraðar hendur. Panta þarf vélina í dag þannig að allir sem áhuga hafa á að koma með eru beðnir um að hafa samband við Gest framkvæmdastjóra í dag í síma: 820-1891. […]
Yfirlýsing frá Félagi leikskólakennara í Vestmannaeyjum

Félag leikskólakennara í Vestmannaeyjum tekur undir með foreldrafélagi fyrirhugaðrar 5 ára deildar um nauðsyn þess að leikskólakennarar starfi við deildina. Jafnframt bendir félagið á að það vantar leikskólakennara bæði við Kirkjugerði og Sóla þar sem einungis einn leikskólakennari er á flestum deildum. Samkvæmt lögum um leikskóla eiga 2 af hverjum 3 starfsmönnum að vera leikskólakennaramenntaðir. […]
Fengu renniblíðu alla leið

Tuðruferðin til Færeyja hefur gengið vel en alls lögðu fimm tuðrur af stað áleiðis til Hornafjarðar í nótt. Þaðan verður svo siglt til Færeyja. Ein tuðran þurfti reyndar frá að hverfa á leiðinni austur í nótt en hinar fjórar halda áfram. Hilmar Kristjánsson, einn þeirra sem tekur þátt í ferðalaginu, sagði að siglingin í nótt […]
Frábær heimildamynd um fjölbreytta starfsemi í Stórhöfða

Í gær var kvikmyndin Heimsmetahafinn í vitanum forsýnd í Bæjarleikhúsinu fyrir fullu húsi. Það er Jón Karl Helgason, kvikmyndagerðarmaður sem er leikstjóri myndarinnar en handritið unnu hann og Kristín Jóhannsdóttir. Myndin fjallar í stuttu máli um Stórhöfða, sögu Óskars J. Sigurðssonar vitavarðar og hans störf á Stórhöfða. Áhorfendur kunnu greinilega vel að meta myndina og […]
Svaka stuð á FM957

Nú er FM 957 að senda út í beinni útsendingu frá Volcano Café í Vestmannaeyjum. Morgunþátturinn vinsæli Zúúber reið á vaðið með Svala, Gassa og Siggu Lund en þau Gassi og Sigga tengjast Eyjunum sterkum böndum. Í gærkvöldi var mikið fjör á Volcano í FM Partíinu með Zúúber, Einari Ágústi, Ingó og DJ Svala. Í […]
Lögðu af stað til Færeyja á tuðrum

Um miðnætti lagði hópur fólks upp í fyrsta legg á leið sinni til Færeyja. Ferðamátinn er óvenjulegur í meira lagi, en siglt verður á gúmmíbátum eða tuðrum alla leið. Siglingunni er skipt í tvennt, fyrst er siglt frá Eyjum og til Hornafjarðar og þaðan svo til Færeyja. Áætlað er að fyrri leggurinn taki um níu […]
Eyjamenn stálheppnir gegn Víkingi

Eyjamenn voru stálheppnir að komast í 32ja liða úrslit VISA bikarkeppninnar. Þegar aðeins um fjórar mínútur voru eftir var staðan 1:2 gestunum í vil og fátt í spilunum sem benti til þess að ÍBV myndi jafna. En þá tók við ótrúlegur kafli. Fyrst skoraði Ingi Rafn Ingibergsson með skalla á 87. mínútu og þegar fjórar […]