Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur almenning til að aðstoða í baráttunni við fíkniefni og neyslu þeirra. Lögreglan beinir því til fólks að vera vakandi varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Eyja fyrir Þjóðhátíð. Þá hvetur lögreglan fólk til að flytja ekki töskur eða pakka til Eyja fyrir aðra ef grunur leikur á að í þeim sé fíkniefni. Hægt er að koma með ábendingar um hugsanleg fíkniefnamisferli í síma 481-1665 eða í sjálfvirkan símsvara Ríkislögreglustjóra, 800-5005. Fullum trúnaði er heitið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst