Ferguson til ÍBV

Knattspyrnumennirnir Egill Jóhannsson og Anton Bjarnason hafa skipt úr KFS yfir í ÍBV að nýju eftir að hafa verið í láni hjá 3. deildarliðinu það sem af er sumars. Þeir eru kallaðir til ÍBV nú þegar félagsskiptaglugginn var opnaður tímabundið að nýju en báðir hafa þeir leikið lykilhlutverk hjá KFS. (meira…)

Fjörugur fréttamannafundur �?jóðhátíðarnefndar

Á föstudag var haldinn fréttamannafundur Þjóðhátíðarnefndar þar sem nokkrir af þeim skemmtikröftum sem troða upp, komu fram. Farið var víða um eyjuna, m.a. inn í Island Studios, út á sjó, inn í Herjólfsdal og í golfskálann. Skemmtikraftarnir tóku að sjálfsögðu lagið og var mikið fjör á fréttamannafundinum. (meira…)

Brennisteinslykt af Jökulsá á Sólheimasandi

Mikil brennisteinslykt hefur verið úr Jökulsá á Sólheimasandi undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Skjálftavirkni hefur verið undanfarna daga í Eyjafjallajökli. Almannavarnir fylgjast með gangi mála þar ásamt Veðurstofu Íslands. Ekki hefur verið talin ástæða til frekari rástafana að svo komnu máli en áfram verður fylgst vel með. Þetta kemur fram í dagbók […]

Eldingar við �?ingvallavatn

Svo virðist sem eldingar hafi sviðið gróður nærri Þingvallavatni í gær. Þrumur, eldingar og úrhellisrigning voru víða á Suðurlandi og í nágrenni við Þingvelli. (meira…)

Tvö slys í Vestmannaeyjum

Tvö slys urðu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, vinnuslys og umferðarslys. Lyftari valt og lenti ökumaðurinn undir húsi lyftarans með ristina og kramdist nokkuð. Rétt fyrir miðnætti varð unglingsstúlka fyrir bíl í Herjólfsdal. Á Mbl.is er haft eftir lögreglunni að stúlkan hafi handleggsbrotnað og fengið gat á höfuðið. (meira…)

Heimsmeistaramót í tennisgolfi

Heimsmeistaramót í svokölluðu tennisgolfi fór fram í Vestmannaeyjum í dag. Þar eru golfkylfur notaðar til að koma tennisbolta á áfangastað. Það reynir ekki síður á útsjónarsemi en höggþunga í þessari nýlegu íþróttagrein. (meira…)

ÍBV og Fram á mánudagskvöld kl. 19.15

Leik ÍBV og Fram, sem fara átti fram í Eyjum á morgun, sunnudag, hefur verið færður til mánudags og verður leikinn þá um kvöldið kl. 19.15. (meira…)

Geta ekki fætt heima vegna lokunar

Skurðstofan í Vestmannaeyjum er lokuð um helgina aðeins nokkrum dögum eftir yfirstaðna sumarlokun. Par sem á von á sínu fyrsta barni gagnrýnir að hafa ekki fengið réttar upplýsingar þegar þeim var sagt að þau gætu komið aftur heim til Eyja til að eignast barnið. (meira…)

Stefnir í metaðsókn á �?jóðhátíð

Það stefnir í metaðsókn á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Rúmlega sjö þúsund manns hafa staðfest pantanir með flugi og Herjólfi. Það eru um eitt þúsund fleiri bókanir en á sama tíma í fyrra nú þegar hálfur mánuður er til Verslunarmannahelgarinnar. (meira…)

Friðrik �?ór Sigmarsson gengur til liðs við Valsara

Hinn knái markvörður í handboltanum, Friðrik Þór Sigmarsson, hefur gengið til liðs við Val í Reykjavik. Hann er sem kunnugt er sonur Sigmars Þrastar, sem gerði garðinn frægan á árum áður. Friðrik Þór er talinn einn af þeim efnilegri, sem verja íslensk handboltamörk. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.