�?verðskuldaður sigur KR-inga

KR-ingar höfðu betur gegn ÍBV á Hásteinsvellinum í dag en sigur þeirra verður seint talinn verðskuldaður. Eyjamenn voru á löngum köflum mun sterkari aðilinn, sérstaklega í seinni hálfleiks en enn tekst leikmönnum liðsins ekki að koma boltanum í netið. Lokatölur urðu 0:1 og kom sigurmarkið 87. mínútu. Virkilega svekkjandi fyrir leikmenn ÍBV en KR-ingar geta […]
Mæta KR í dag klukkan 14.00

Í dag, klukkan 14.00 taka Eyjamenn á móti KR á Hásteinsvellinum. ÍBV er enn án stiga og án marka en KR-ingum hefur gengið öllu betur í upphafi móts, hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Vesturbæjarliðið á þó engar sértakar minningar frá Hásteinsvelli því KR hefur aðeins einu sinni unnið ÍBV í síðustu tíu […]
Margrét Lára varð markahæst í Evrópukeppninni

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Margrét Lára Viðarsdóttir, var markahæsti leikmaður Evrópukeppninni í kvennaflokki en úrslit í keppninni réðust í gær. Duisburg frá Þýskalandi sigraði Zvezda-2005 frá Rússlandi í úrslitum 7:1 samanlagt. (meira…)
Eldur við útidyr einbýlishúss

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út fyrir um tuttugu mínútum síðan að Brimhólabraut 27 vegna elds sem logaði við útidyrahurð í kjallara hússins. Þegar að var komið hafði nágranni slökkt eldinn en íbúar hússins urðu eldsins ekki varir. Ekki var um mikinn eld að ræða en hurðin er úr tré og því hefði getað farið illa. […]
Harma viðbrögð þingmanna Samfylkingarinnar

Bæjarfulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Vestmannaeyja sendu frá sér í kvöld yfirlýsingu varðandi viðbrögð þingmanna Samfylkingarinnar við ályktunum sveitastjórna víðs vegar um landið um fyrningaleið í sjávarútvegi. Þingmenn hafa haldið því fram að sveitastjórnarmenn séu í sérhagsmunagæslu fyrir útgerðarmenn en bæjarfulltrúar meirihlutans vísa því til föðurhúsanna og segja málflutning þingmannanna lágkúrlega leið til að draga fjöður […]
Stefnir í magnaða tónleika Tríkot og Lúðró

Nú er undirbúningur tónleika Tríkot og Lúðró á lokastigi. Þetta er annað árið í röð sem stuðsveitin frá Vestmannaeyjum tekur höndum saman með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Verkalýðsins við tónleikahald en tónleikarnir fyrir ári síðan þótti einstaklega vel heppnaðir. Ekki stefnir í minni tónleika í umfangi, búið er að fjölga lúðrum og gestasöngvurum þannig að […]
�?rettán skemmtiferðaskipakomur í sumar

Nú eru skemmtiferðaskipin farin að venja komur sínar til Vestmannaeyja en í sumar koma alls níu skip, þar af kemur eitt þeirra þrívegis og tvö tvívegis. Þrettán sinnum mun því bærinn fyllast af forvitnum ferðamönnum í sumar. Tvö skip hafa þegar lagst að bryggju, Funchal kom 16. maí og norska skipið Fram stuttu síðar. Í […]
Mikilvægur leikur á morgun

Á morgun leikur ÍBV annan heimaleik sinn í Pepsí deild karla þegar KR-ingar koma í heimsókn en gengi Eyjamanna í upphafi móts hefur ekki verið upp á marga fiska, þrír leikir, þrjú töp og ekkert mark skorað. Þessu ætla bæði leikmenn og stuðningsmenn ÍBV að snúa við en stuðningsmennirnir ætla að hita upp á Volcano […]
Vara við fyrirhugaðri fjárveitingu til Sparisjóðs Vm.

Ungliðar Sjálfstæðisflokksins í Eyverjum vara bæjarstjórn Vestmannaeyja við fyrirhuguðum áformum sínum um að leggja til 100 milljóna króna fjárveitingu til Sparisjóðs Vestmannaeyja. Eyverjar telja þetta inngrip bæjaryfirvalda óheillaskref, sérstaklega í ljósi þess að bærinn hefur dregið lappirnar í mikilvægum málum á borð við dagvistun barna. Ályktun Eyverja má lesa hér að neðan. (meira…)
Rannsóknasamstarf Landspítala og HSu

Klukkan 14 í dag verður undirritað samkomulag milli Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um rannsóknir, myndgreiningu og samnýtingu upplýsinga. Með samningnum verða upplýsingar um þær rannsóknir sem sjúklingur hefur farið í aðgengilegri en verið hefur. Markmiðið er að koma í veg fyrir endurteknar rannsóknir. (meira…)