Skiptir stærðin máli?

Þær stöllur og forsetafrúr, Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna og Cecilia Sarkozy, forsetafrú Frakklands hafa um margt að hugsa. Þær styðja auðvitað eiginmennina í blíðu og stríðu og finnst sinn örugglega mestur og bestur. (meira…)
Hugmynd að atvinnusköpun

Mig langar að þakka Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni fyrir ágætis orð í Fréttum. Það er alltaf gott að vita til þessa að menn hugsi fallega til Eyjanna og hafi taugar til atvinnulífsins hér, virðast jafnvel vilja gera allt sem þeir geta til að efla það og hugsi með hryllingi til fyrningarleiðar kvótakerfisin sem mikið er í […]
Tríkot og Lúðró með tónleika þann 23. maí

Hljómsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja verða með tónleika í Höllinni 23. maí næstkomandi og verða þeir með svipuðu sniði og í fyrra. Þá sóttu rúmlega fjögur hundruð manns tónleikana og vöktu þeir mikla lukku meðal tónleikagesta. (meira…)
Stöndum frekar með atvinnulífinu

Félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir megnri óánægju með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Stjórnarsáttmáli hinnar nýju vinstristjórnar er ekki til þess fallinn að leysa úr þeim vandræðum sem íslenskt atvinnulíf á við að etja um þessar mundir, heldur þvert á móti eykur hann á óvissuna með óljósu orðalagi og skýlausum hótunum um að keyra einn […]
Að leggja byggðir landsins í rúst?

Enn fer af stað umræðan um fyrirhugaðar breytingar á kvótakerfi okkar Íslendinga í formi hræðsluáróðurs sem einkenndi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokks fyrir síðustu Alþingiskosningar. Hræðsluáróður búinn til af ráðandi öflum í bæjarfélaginu. (meira…)
Motormax Magnúsar Kristinssonar í gjaldþrot

Motormax. fyrirtæki í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og búið er að skipa skiptastjóra yfir þrotabú félagsins. Verslun Mótormax verður í kjölfarið lögð niður og rekstri félagsins hætt. Við gjaldþrotið munu um 20 manns missa vinnuna. (meira…)
Vestmannaeyingar lögðu ekki árar í bát í gosinu, heldur snéru heim og mokuðu ösku af húsþökum og hófu endurbyggingu

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, líkti fjármálahruninu við Vestmannaeyjagosið veturinn 1973, á árlegum SFF-degi Samtaka fjármálafyrirtækja í dag. Sagði hann að líkt og með gosið muni allir núlifandi Íslendingar alltaf muna hvað þeir voru að gera þennan vetur. (meira…)
Stöðvamótið í golfi á laugardag

Á laugardaginn verður haldið svokallað Stöðvamót í golfi í Vestmannaeyjum. Styrktaraðilar mótsins eru Vinnslustöðin og Ísfélagið en mótið hefst klukkan níu um morguninn. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Auk þess verða verðlaun fyrir besta skor án forgjafar, nándarverðlaun á 7., 12. og 17. flöt. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum en 28 hjá konum. (meira…)
Sjósvölur og lundar í sambýli

Sambýli stóru sjósvölu og lunda í Elliðaey í Vestmannaeyjum hefur vakið athygli vísindamanna. Í sumar á að rannsaka þetta sambýli betur með aðstoð holumyndavélar, að sögn dr. Erps Snæs Hansens, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. (meira…)
Á móti sól í �?orlákshöfn

Hljómsveitin Á móti sól spilar á Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn á laugardaginn. Ansi mörg ár eru liðin frá því að sveitin lék þar síðast. Í tilefni Eurovisionkeppninnar mun hljómsveitin taka íslenska Evróvisjónsmellinn Is it true? (meira…)