Fréttir frestast

Vegna bilunar í prentsmiðjunni Eyjaprent, frestast útgáfa vikublaðsins Frétta um einn dag eða svo. Von er á varahlutum í prentvélina með flugi í fyrramálið og koma Fréttir þá væntanlega út eftir hádegi á morgun, fimmtudag. (meira…)
Fyrrum leikmenn ÍBV mætast í góðgerðarleik í Færeyjum

Næstkomandi laugardag mun fara fram góðgerðarleikur í knattspyrnu þar sem færeyskt old boys lið mun mæta íslenska old boys liðinu Carl. IFC eða Carl er nýtt félag hér á landi en í því spila tveir Eyjamenn, þeir Rútur Snorrason og Tómas Ingi Tómasson, auk þess sem Sverrir Sverrisson, fyrrum leikmaður ÍBV leikur með liðinu. Í […]
Einbeitum okkur að okkar leik

Andri Ólafsson, miðjumaðurinn sterki í liði ÍBV og fyrirliði liðsins er á því að Eyjamenn þurfi bara að einbeita sér að sínum leik í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki. „Þetta eru ungir strákar í Breiðablik og sýndu það í fyrstu umferðinni að þeir geta spilað fótbolta. Við hugsum hins vegar ekkert út í […]
Fyrsti heimaleikur ÍBV í kvöld

Í kvöld verður fyrsti heimaleikur ÍBV í Pepsí deild karla þegar Eyjamenn taka á móti Breiðabliki. Liðin hófu leiktíðina á ólíkan hátt, ÍBV tapaði á útivelli fyrir Fram 2:0 á meðan Breiðablik lagði Þrótt að velli 2:1. Leikur liðanna fer fram á iðagrænum og fallegum Hásteinsvelli og hefst klukkan 19.15. (meira…)
Vorhátíð Hvolsskóla

Vorhátíð Hvolsskóla í Rangárþingi verður haldin á föstudaginn klukkan 16. Dagskráin hefst með danssýningu í íþróttahúsi. Að lokinni dagskrá þar dreifist hátíðin um svæði skólans þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða afraksturs þemaviku í skólanum. (meira…)
Nýr framkvæmdastjóri

Golfklúbbur Hveragerðis hefur ráðið Þuríði Gísladóttur viðskiptafræðing í starf framkvæmdastjóra. Þuríður, sem hefur setið í stjórn klúbbsins sem gjaldkeri frá árinu 2007, hefur víðtæka reynslu af ýmiskonar rekstri. Með ráðningunni vill stjórnin efla starfsemi klúbbsins enn frekar. (meira…)
Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva á móti fyrningarleið

Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva leggst eindregið gegn öllum tillögum og hugmyndum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna um svokallaða fyrningarleið í sjávarútvegi og öllum fiskveiðiheimildum á næstu tveimur áratugum. Slíkt skapi atvinnuóöryggi fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja og skapi óöryggi í rekstri fyrirtækjanna sjálfra og sveitarfélaga. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem má lesa hér að […]
Farið yfir ársreikninga á bæjarstjórnarfundi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sem fram fór í gær, fór m.a. fram fyrri umræða um ársreikninga bæjarins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fór yfir reikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðu þeirra. Gunnlaugur Grettisson, forseti las svo upp niðurstöðutölur reikningsins og stofnana hans sem má lesa hér að neðan. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að vísa reikningunum til annarrar […]
Enn kvartað undan hananum

Málefni hanans, sem býr í góðu yfirlæti í miðjum Vestmannaeyjabæ er hvergi lokið en í síðustu viku var sagt frá því að nágranni hafi kvartað undan hanagalinu eldsnemma morguns. Lögreglu berast enn kvartanir og krefst nágranninn nú þess að þaggað verði niður í hananum og vísar til lögreglusamþykktar um búfjárhald. Þetta kemur fram í dagbók […]
Fyrningaleið stjórnvalda er andstæð hagsmunum Vestmannaeyja

Í hádeginu í dag var kallað til bæjarstjórnarfundar í Ráðhúsi Vestmannaeyja. Til fundarins voru boðaðir helstu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum en fyrsta mál fundarins var umræða um málefni sjávarútvegsins og þá fyrst og fremst fyrirhugaða fyrningaleið nýmyndaðrar ríkisstjórnar. Bæjarstjórn samþykkti harðorða ályktun gegn fyrirhugaðri leið og segir hana andstæða hagsmunum Vestmannaeyja. Ályktunina má lesa […]