Í hádeginu í dag var kallað til bæjarstjórnarfundar í Ráðhúsi Vestmannaeyja. Til fundarins voru boðaðir helstu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum en fyrsta mál fundarins var umræða um málefni sjávarútvegsins og þá fyrst og fremst fyrirhugaða fyrningaleið nýmyndaðrar ríkisstjórnar. Bæjarstjórn samþykkti harðorða ályktun gegn fyrirhugaðri leið og segir hana andstæða hagsmunum Vestmannaeyja. Ályktunina má lesa hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst