Bjargað af Vatnajökli

Björgunarsveitarmenn komu að tjöldum sex Spánverja og tveggja Íslendinga á Vatnajökli um klukkan eitt í nótt og eru komnir til byggða. Fólkið var allt við góða heilsu, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, fulltrúa Landsbjargar. Hún hafði eftir björgunarmönnum að veðrið hefði verið ,,snarvitlaust.” 2009-05-09 10:29:00 (meira…)
Dyrhólaey lokað

Umhverfisstofnun hefur ákveðið í samráði við landeigendur að loka Dyrhólaey fyrir almennri umferð frá deginum til 25. júní. Þetta er gert í samræmi við lög um friðlýsingu eyjarinnar. (meira…)
Litla ljót í Versölum í dag

Kórar og Lúðrasveit Grunnskóla Þorlákshafnar flytja söngleikinn Litlu Ljót í Versölum í dag klukkan 15. Tónlistarstjórar eru Gestur Áskelsson og Ester Hjartardóttir, um leikmynd og búninga sér Sigrún Berglind Ragnarsdóttir og leikstjórn er í höndum Halldórs Sigurðssonar, að því er fram kemur á vefnum Bæjarlíf í Þorlákshöfn. (meira…)
Enn bætt á áhyggjur landsmanna

Á óvissutímum líkt og nú eru í íslensku samfélagi myndast jarðvegur fyrir alls kyns hugmyndir að breytingum. Í ljósi þessa dustaði Samfylkingin rykið af fyrningarleiðinni, kosningamáli sínu frá 2003 sem gengur út á það að allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum. VG keyrði […]
Hinn stefnufasti flokkur og sigurganga hans

Steingrímur J. Sigfússon sagði í aðdraganda kosninganna að flokkur hans væri þekktur af stefnufestu. Margt bendir nú til að sú einkunn hafi átt við stjórnarandstöðuflokkinn VG en síður hinn valdagíruga flokk sem nú situr að stjórnarmyndunarborði með Samfylkingu. (meira…)
Ráð Marteins Mosdal eru gulls ígildi

Marteinn Mosdal á til góða spretti. Hér dálítið léttruglaður boðskapur þessa mæta manns sem á kannski vel við núna, þegar einkageirinn er fallinn en ríkisrekstur að taka við. (meira…)
Vill standa vörð um ferðasjóðinn og að endurráðið verði í stöðu íþróttafulltrúa Vestmannaeyjabæjar

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt sitt ársþing s.l. miðvikudagskvöld. Auk hefðbundinna þingstarfa spunnust umræður um starfemi ÍSÍ, en sérstakir gestir á þinginu voru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir stjórnarmaður ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sambandsins. Þá voru samþykktar tvær ályktanir er varða ferðasjóðinn og íþróttafulltrúa Vestmannaeyjabæjar. (meira…)
34 milljónum útdeilt í verkefni á Suðurlandi

Í gær fór fram úthlutun styrkja frá Menningarráði Suðurlands en afhendingin fór fram í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum. Í ár barst ráðinu 146 umsóknir um styrki upp á 128 milljónir en úthlutað var til 105 aðila, samtals rúmlega 34 milljónum. Við afhendingu styrkjanna var opnaður Sigmundsvefurinn, www.sigmund.is en þar er að finna um tíu þúsund teikningar […]
Verðmætin sem eru í störfunum, kvótanum, atvinnufyrirtækjunum og opinberri þjónustunni hafa verið flutt til höfuðborgarinnar frá landsbyggðinni.

Byggðamálin hafa ekki átt upp á pallborðið síðustu árin. Umræða um stöðu landsbyggðarinnar hefur undanfarin ár horfið í skuggann af öðru sem hefur þótt mikilvægt. Er nokkur maður búinn að gleyma öllum fréttunum í hverjum einasta fréttatíma Reykjavíkurfjölmiðlanna um afrek fjármálafyrirtækjanna innanlands sem erlendis með tilheyrandi þulu um gengi hlutabréfa í hinum og þessum fyrirtækjum? […]
Vinnur föt og skart úr fiskroði og skinni

Sigríður Hrönn Theodórsdóttir frá Vestmannaeyjum tekur þátt í sýningu í galleríinu Tré og list um þessar mundir. Sigríður framleiðir fatnað og skraut úr fiskroði, svína- og kálfarúskinni, gaupu, lambaskinni og selaskinni. Galleríið Tré og list er staðsett að Forsæti III í Flóa, á bökkum Þjórsár, örstutt frá Selfossi. (meira…)