Mikill reykur frá tankskipi sem lá við bryggju

Nú rétt rúmlega sex var allt tiltækt slökkvilið kallað út í Vestmannaeyjum vegna reyks í vélarrúmi tankskips sem lá við bryggjuna. Um er að ræða lýsisskipið West Stream, sem skráð er í Nassau en mikill reykur barst úr skipinu. Enginn eldur var hins vegar sjáanlegur og var strax farið í að reykræsta skipið. (meira…)
Níu tilkynningar um þjófnaði

Lögreglunni á Selfossi bárust í síðustu viku níu tilkynningar um þjófnað. Utanborðsmótor og 25 lítra bensíntanki var stolið úr bátaskýli í Miðfelli við Þingvallavatn. Brotist var inn í sumarbústað við Lækjarbakka í Grímsnesi og þaðan stolið 50 tommu flatskjá. Þá var DVD spilara stolið úr sumarbústað í Vaðneslandi. (meira…)
Heiðurstónleikar Credence Clearwater Revivial um helgina

Laugardaginn 9. mí verða heiðurstónleikar Credence Clearwater Revivial í Höllinni í Vestmannaeyjum. Öll bestu lög þessarar stórkostlegu sveitar verða flutt af frábærum tónlistarmönnum. Þetta eru gæði fyrir eyrun. Bandið skipa: Sigurgeir Sigmunds, Jói Ásmunds, Ingó og Biggi Gildra. (meira…)
Vilja ekki vakna við fyrsta hanagal

Þau eru mörg málin sem lenda á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum í viku hverri og stundum koma inn á borð mál sem eru óvenjuleg. Í síðustu viku var t.d. kvartað undan hana sem galaði í morgunsárið alla morgna þannig að ekki hefur verið svefnfriður í hverfinu. Eigandinn segir hanann gala til að reka hænurnar úr […]
Selfoss Íslandsmeistari í 6. flokki í handbolta

Þriðja deildarmót 6. flokks karla fór fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja um helgina. Selfyssingar sigruðu mótið í flokki A-liða og urðu þar með Íslandsmeistarar. Í flokki B-liða sigraði Fram í deildarmótinu og B-lið Selfoss varð í 2. sæti. B-lið Selfoss hafði hins vegar fleiri stig í heildina og varð því einnig Íslandsmeistari. Fram varð Íslandsmeistari í […]
Gistinóttum fjölgar á Suðurlandi

Á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum í mars síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Í öðrum landshlutum varð fækkun milli ára. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurlandi, úr 8.900 í 11.300 eða um tæp 28%. (meira…)
Vinnslustöðin tapaði 200 milljónum í fyrra

Tap Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á síðasta ári var tæplega 1,2 milljónir evra eða um 200 miljónum kr. Til samanburðar var 7 milljón evra hagnaður, eða um 1,2 milljarður kr. á rekstrinum á árinu 2007. Í tilkynningu um uppgjör ársins segir að ársreikningaskrá hefur gefið félaginu leyfi til að birta uppgjör sitt í evrum frá 1. […]
Miðin full af þorski – lítið út fyrir 101 Reykjavík

Stjórn skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum skorar á ríkisstjórnina að vakna og líta aðeins út fyrir 101 Reykjavík. Í ályktun stjórnarinnar segir að svo mikið sé af þorski í sjónum að sjómenn forðist hann. Ástandið sé þannig að menn geti ekki kastað trolli eða lagt línu út af þorskgengd. Stjórn Verðanda hvetur ríkisstjórnina til […]
Nökkvi í þriðja sæti á Akureyri

Landsmót í skólaskák lauk á Akureyri í gær en tveir skákmenn úr Taflfélagi Vestmannaeyja tóku þátt í mótinu, þeir Daði Steinn Jónsson og Nökkvi Sverrisson. Daði Steinn keppti í yngri flokki, 1. til 7. bekk en Nökkvi í eldri flokki, 8. til 10. bekk. Tólf keppendur voru í hvorum flokki fyrir sig og eru fulltrúar […]
Atvinnuleysistryggingar greiddar út í dag

Fjöldi fyrirspurna barst fyrir mánaðamótin til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu atvinnuleysistrygginga en þær verða greiddar út í dag, 4. maí. Í frétt Vinnumálastofnunar kemur fram að samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir beri að greiða atvinnuleysistryggingar út fyrsta vika dag mánaðar. (meira…)