Segir ásakanir Árna út í hött

Kjartan Ólafsson, sem var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segir flokksfélaga sinn, Árna Johnsen, fara með fleipur þegar hann segir að unnið hafi verið gegn sér úr Árborgarsvæðinu. Árni segir m.a. að frambjóðendur í Árborg hafi unnið að því að fá fólk til að strika sig út af lista í kosningunum og má leiða […]

Lífsgæði við mótun byggðar

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, er annar tveggja ráðstefnustjóra á ráðstefnu Skipulagsstofnunar um mótun byggðar. Ráðstefnan hefst í VeisluTurninum í Kópavogi í fyrramálið klukkan hálfníu. Á ráðstefnunni er lögð sérstök áhersla á lífsgæði við mótun byggðar. (meira…)

Vonlaust að samherjar skipuleggi útstrikanir

Í Fréttum sem koma út í kvöld er rætt við frambjóðendur úr Eyjum í Alþingiskosningunum um síðustu helgi. Árni Johnsen, sem fékk 17% útstrikanir, segir vonlaust þegar samherjar hans í Sjálfstæðisflokki Suðurkjördæmis séu að skipuleggja útstrikanir sér til höfuðs. Hann vill breyta útstrikunarreglum og segir Sjálfstæðismenn í Árborg hafa unnið óheiðarlega. (meira…)

�?Flestir í fjölskyldunni vöknuðu�?

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist hafa vaknað við jarðskjálftann við Skálafell á Hellisheiði í nótt. „Ég vaknaði við það að hörku kippur kom og var það eins og högg frekar en langur skjálfti, segir Aldís við Suðurlandið.is. “ (meira…)

Veðurstofan býst ekki við fleiri skjálftum

Jarðskjálftinn sem varð laust fyrir klukkan 3 í nótt við Skálafell á Hellisheiði var af stærðinni 3,9 á Richter. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn sé ekki talinn fyrirboði stærri skjálfta en fylgst verði vel með svæðinu á næstu dögum. (meira…)

Hreinsunarátak í Árborg og Eyjum

Í mörgum bæjarfélögum er það til siðs að efna til árlegs hreinsunarátaks þegar fer að vora. Árlegt hreinsunarátak hefst í Árborg á morgun og stendur fram til 8. maí. Þá daga munu starfsmenn sveitarfélagsins hirða rusl sem hefur verið sett út fyrir lóðarmörk. Sams konar átak stendur yfir í Vestmannaeyjum dagana 4. – 15. maí. […]

Samið um rekstur tjaldsvæða

Samningar hafa verið gerðir við rekstraraðila sem sjá alfarið um tjaldsvæði Rangárþings eystra í sumar. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að Eyja Þóra og Jóhann á Moldnúpi verði með tjaldsvæðið á Skógum. Þorgerður Guðmundsdóttir og Ársæll Hauksson Skálakoti verða með tjaldsvæðið á Hamragörðum og tjaldsvæðið á Hvolsvelli verður í umsjá Gistiheimilisins að Garðsauka. (meira…)

Nautshausar í fjörunni á Stokkseyri

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var greint frá því að göngufólk hafi rekist á tvo nautshausa í fjörunni á Stokkseyri. Fólkinu var mjög hverft við að rekast á nautshausa á þessum vinsæla útivistarstað. Siggeir Ingólfsson, yfirverkstjóri hjá umhverfisdeild Árborgar, segir nöturlegt að bændur skuli nota fjöruna til að losa sig við slíkan úrgang. (meira…)

Skjálfti í Skálafelli vakti fólk í nótt

Snarpur jarðskjálfti upp á 3,7 á Richter varð laust fyrir klukkan þrjú í nótt og átti hann upptök í Skálafelli. Hans varð meðal annars vart í Reykjavík og vakti íbúa í Hveragerði, Selfossi og á Eyrarbakka. Margir sunnlendingar hringdu í Neyðarlínu og lögreglu, minnugir stóra Suðurlandsskjálftans. (meira…)

Hvalreki í Mýrdalnum

Hvalur fannst rekinn í Reynisfjöru í Mýrdal í síðustu viku. Hvalurinn reyndist vera níu metra löng andarnefja. Tarfarnir verða um átta til níu metrar á lengd og rúmlega þrjú og hálft tonn að þyngd. Kýrnar verða um sjö metrar á lengd og vega um þrjú tonn. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.