Fíkniefni í leggöngum

28 ára kona var í héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í 75 daga fangelsi fyrir tilraun til að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Fíkniefnin fundust við leit á konunni en þeim hafði hún komið fyrir í pakkningu í leggöngum sínum. (meira…)

Fjórlemba í Fagradal

Ærin Capri í fjárhúsunum í Fagradal í Mýrdalshreppi bar fjórum lömbum í vikunni. Á heimasíðu hreppsins segir að það komi ekki á óvart þar sem hún hafi líka verið með fjórum lömbum í fyrravor. Faðir lambanna er Rór Kveiksonur. Eins og sést á myndinni heilsast ær og lömbum vel. (meira…)

Á varðbergi vegna innflutnings matvæla

Búnaðarsamband Suðurlands segir fulla ástæðu til að vera á varðbergi varðandi innflutning matvæla vegna svínaflensunnar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknir ræða nú viðbrögð hérlendis vegna sjúkdómsins. Á Íslandi eru 20 svínabú. (meira…)

�?�?g þoli ekki að vera á bekknum�?

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og íþróttamaður ársins 2007 á Íslandi, hefur farið rólega af stað í atvinnumennskunni í Svíþjóð. Þar leikur hún með bikarmeistaraliði Linköping sem hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra og Margrét hefur þurft að heyja harða baráttu fyrir sæti í byrjunarliðinu eftir að hún kom til félagsins í vetur. […]

Körfuboltasprell í Íþróttahúsinu

Körfuboltasprell verður í Íþróttahúsinu í Þorlákshöfn klukkan 19:30 í kvöld þar sem verða leikir og þrautir fyrir alla fjölskylduna. Þetta er liður í heilsudögum í Þorlákshöfn sem standa yfir til föstudagsins 1. maí. (meira…)

16 ára velti bíl á Suðurstrandarvegi

Fólksbifreið með þremur ungmennum valt á Suðurstrandarvegi við Hlíðarenda í Ölfusi síðdegis á föstudag. Bifreiðin fór eina veltu og skemmdist mikið en fólkið slapp við meiðsli. Í tilkynningu lögreglunnar á Selfossi segir að ökumaðurinn hafi ekki verið með ökuréttindi enda ekki nema 16 ára. (meira…)

Davíð Oddsson ber af sér sakir

Davíð Oddsson ber af sér allar sakir af bankahruninu í viðtali við breska blaðið Telegraph í dag. Þar segir hann, eins og hann hefur reyndar sagt við íslenska fjölmiðla, að hann hafi varað við ágöllum bankakerfisins en aðrir hafi skellt skollaeyrum við því. (meira…)

Sprell með frambjóðendum

Suðurlandið.is birti viðtöl við frambjóðendur í Suðurkjördæmi síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Síðasta kosningamyndbandið inniheldur skemmtileg atriði sem voru klippt frá, samantekt á helstu frösum og upptökur frá kosningavökum þar sem Sjálfstæðismenn syngja „Dúrí dara, dúri dara“ og Samfylkingarfólk kyrjar „Lífið er yndislegt“. (meira…)

Leggja mætti frumvarp um ESB fyrir Alþingi

Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, bendir á þá leið til lausnar Evrópusáttmála flokksins við VG að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi ályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu: Þetta skrifar Björgvin í pistli á vefnum Sunnlendingur.is. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.