Frítt í sund alla vikuna

Heilsudagar hófust í Þorlákshöfn í dag og standa yfir til föstudagsins 1. maí. Frítt er í sund og líkamsrækt auk þess sem íbúar Ölfuss geta spilað golf endurgjaldslaust alla vikuna. (meira…)

Kallari kjörstjórnar á Höfn æviráðinn?

Kallari kjörstjórnar er sá sem gengur út fyrir kjörstaðinn fimm mínútum fyrir lokun og tilkynnir að kjörstað verði lokað eftir mínúturnar fimm. Örn Arnarson gegndi starfi kallara kjörstjórnar á Höfn í Hornafirði á laugardag. Fréttavefurinn Ríki Vatnajökuls skrifar í dag að nú sé til skoðunar að æviráða Örn sem kallara þar sem hann hafi skilaði […]

Tækifæri fyrir atvinnulausa

Á málþinginu Virkjum kraftinn sem haldið verður klukkan 17 í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn í dag verða kynnt tækifæri sem eru í boði fyrir fólk sem hefur misst atvinnuna. Einnig verða kynnt úrræði fyrir fyrirtæki og félagasamtök sem vilja stækka við sig og fjölga starfsfólki. (meira…)

Stúlka á sautjánda ári með maríjúana

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið en engin stórvægileg mál sem upp komu. Lögreglan hafði, að vanda, eftirlit vegna alþingiskosninganna, en allt fór friðsamlega fram við kjörstaði og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af neinum í tengslum við þær. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins um helgina, […]

Flugfélag Íslands í diskóstuði

Diskóhátíð Vestmannaeyja 09 og Flugfélag Íslands hafa ákveðið að vinna saman að uppgangi Diskóhátiðar í Vestmannaeyjum. Flugfélagið verður með sérstakt Diskótilboð á flugi til Eyja helgina 1. og 3. maí og verður það sent út á netklúbbinn í dag. Forsvarmenn Diskóhátíðar eru himinlifandi með þessa ákvörðun Flugfélagsins og munum við vinna mjög náið með þeim […]

Lítil breyting á kjörsókn í Vestmannaeyjum milli þingkosninga

Alls voru 2.974 á kjörskrá í Vestmannaeyjum en kosið er í tveimur kjördeildum í Vestmannaeyjum. Alls kusu 2.476 eða 83,3% þeirra sem eru á kjörskrá og eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru í Vestmannaeyjum með í þessari tölu. Þarna er aðeins um að ræða atkvæði sem fóru í gegnum kjördeildir í Vestmannaeyjum en þeir Eyjamenn sem […]

Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hitamál í Eyjum

Þrátt fyrir fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum mældist hann með yfir 50% fylgi í Vestmannaeyjum nokkrum dögum fyrir kosningar. Bergur Páll Kristinsson, formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, telur það vera vegna umræðu um sjávarútvegsmál og Evrópusambandið. Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum telur að Íslendingar taki við sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins eftir inngöngu. (meira…)

Flestir strikuðu yfir nafn Árna

Allt bendir til þess að Árni Johnsen hafi fengið flestar útstrikanir aðrar Alþingiskosningarnar í röð. 17% kjósenda strikuðu yfir nafn hans í Suðurkjördæmi en 22% strikuðu yfir nafn hans 2007. Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitastjóri og verðandi þingmaður, færist væntanlega upp í annað sætið og Árni niður í það þriðja hjá Sjálfstæðisflokknum. (meira…)

Jóhanna ætti að ræða við aðra en VG

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir í samtali við Mbl.is að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætti frekar að kanna möguleika á samstarfi við aðra en VG. Atli segir að miðað við orð Jóhönnu um mikilvægi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu ætti hún frekar að leita eftir samstarfi við Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna. (meira…)

Takk, takk

Alveg frábær kjördagur og kosninganótt er að baki. Ég er alveg geysilega ánægð og þakklát fyrir þann stuðning sem við Framsóknarmenn fengum hér í Suðurkjördæmi og á landsvísu, en ekki síst í Vestmannaeyjum. Innilega til hamingju með kjörið Sigmundur Davíð, Vigdís, Siv, Gunnar Bragi, Guðmundur, Birkir Jón, Höskuldur og Sigurður Ingi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.