ÍBV lagði Grindavík í æfingaleik

ÍBV og Grindavík áttust við á Helgafellsvellinum í dag. Grindvíkingar eru nú í æfingaferð í Vestmannaeyjum en liðin leika tvívegis og var leikurinn í dag fyrri leikurinn. Hvorugt félagið tefldi fram sínu sterkasta liði, það bíður leiksins á morgun en þó spiluðu margir af sterkustu leikmönnum liðanna í dag. Lokatölur urðu 2:1 fyrir ÍBV en […]

Árni svarar í spurt og svarað

Eyjamaðurinn Árni Johnsen er þrautreyndur þingmaður en hann situr í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Árni býr til 40 lítra af krækiberjasafti sem hann drekkur í morgunmat en safinn dugar honum í níu mánuði á ári. Árni hefði valið Binna í Gröf á listann sinn ef hann hefði fengið tækifæri til en svör Árna má […]

Georg Eiður í spurt og svarað

Eyjamaðurinn Georg Eiður Arnarson er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi en nú er komið að Georgi að svara í Spurt og svarað. Georg fékk sér te og verkatöflur í morgunmat og segist nánast hafa átt heima í Heimakletti eitt sinn. Svör Georgs má sjá hér að neðan. (meira…)

Ein af ástæðum hrunsins er veðsetning aflaheimilda

Suðurlandið.is ræddi við Atla Gíslason, oddvita Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, við Vestmannaeyjahöfn í dag. Í þessu ellefta kosningamyndbandi okkar segir Atli að hann hlakki til áframhaldandi stjórnarsamtarfs ef af því verði. Hann segir sjálfstæðismenn afflytja sjávarútvegsstefnu Vinstri grænna og segir eina af skýringum efnahagshrunsins vera veðsetningu aflaheimilda. (meira…)

Golfvöllurinn kemur vel undan vetri

Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum kemur sérstaklega vel undan vetri en starfsmann vallarins slógu brautirnar í fyrsta skipti í morgun. Segja kylfingar að völlurinn sé jafnvel heilum mánuði á undan áætlun frá því sem áður hefur verið. Frá þessu er greint á nýrri heimasíðu Golfklúbbsins. (meira…)

Eygló Harðar í spurt og svarað

Eyjastelpan Eygló Harðardóttir settist í þingmannsstólinn óvænt á þessu kjörtímabili en hún situr í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins. Röðin er komin að henni að svara í Spurt og svarða en Eygló segir að ÍBV endí 2. til 4. sæti í ár en taki dolluna á næsta ári. Eygló segist dást að fólkinu sem klífur […]

Lokaútkall: Við viljum og getum!

Það er bjargföst trú okkar sjálfstæðismanna að hraðvirkasta og raunar eina færa leiðin út úr efnahagsvanda Íslendinga verði fyrir tilverknað skapandi, duglegra og kraftmikilla einstaklinga. Ríkið getur aldrei leyst einstaklingana af hólmi að þessu leyti. (meira…)

Jórunn Einars í spurt og svarað

Eyjastelpan Jórunn Einarsdóttir er næst í röðinni í Spurt og svarað en Jórunn er í 3. sæti VG í Suðurkjördæmi. Jórunn fékk sér kaffi í morgunmat og hefur yfirleitt gaman af kosningabaráttunni. Hún hefur ekki farið upp á Heimaklett enda er hún svo hrikalega lofthrædd. Svör Jórunnar má lesa hér að neðan. (meira…)

Flutningabíll fauk út af veginum við Ingólfsfjall

Flutningabíll með tengivagni fauk út af þjóðveginum við Ingólfsfjall í morgun. Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að ekki sé vitað um meiðsl ökumanns en hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús. Lögreglan á Selfossi segir að bálhvasst sé nú víða á Suðurlandi og varar vegfarendur við því að aka þar um með hestakerrur eða […]

Dagur B. á kvennakvöldi Samfylkingarinnar

Samfylkingin hélt kvennakvöld að kveldi síðasta vetrardags, bæði á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Meðal gesta á kvennakvöldinu í Tryggvaskála á Selfossi var Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann var í þeim erindagjörðum að halda ræðu fyrir dömurnar á kvennakvöldinu og var einn af örfáum karlmönnum sem fengu inngöngu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.