Alþýðubandalagið veitti styrki til líknar- og félagsmála

Í gær, sumardaginn fyrsta veitti Alþýðubandalagsfélag Vestmannaeyja styrki til nokkurra félagasamtaka og stofnana í Vestmannaeyjum. Af því tilefni var boðað til hófs á Kaffi Kró og styrkirnir veittir. Í ávarpi sem Ragnar Óskarsson flutti var við það tækifæri sagði m.a. að fjármagnið sem notað hefði verið í styrkina hefði verið söluandvirði húsnæðis Alþýðubandalagsfélags Vestmannaeyja við […]
Minnihlutastjórnin hefur unnið mikið verk

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur þrátt fyrir erfiðar aðstæður komið fjölmörgum veigamiklum málum í verk á þeim stutta tíma sem hún hefur haft til verka. Af fjölmörgu er að taka og skal hér fátt eitt haft eftir. (meira…)
Íris Róberts í spurt og svarað

Eyjastelpan Íris Róbertsdóttir er í 4. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Íris er næst í röðinni í liðnum Spurt og svarað en Íris vill hægri stjórn sem næstu ríkisstjórn. Íris hefði valið að fá Erlu Vídó á listann ef hún mætti velja einn aðila sem ekki er þar en Íris fékk sér banana í […]
Skjaldborg slegin um Helguvík

Mörg hundruð manns komu saman við Helguvík í gær og slógu skjaldborg um staðinn til þess að ítreka þá kröfu sína að undirbúningur verkefnisins haldi áfram. Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram að Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Suðurjördæmi, hafi ávarpað fólkið. (meira…)
Maggý Hrönn ráðin skólastjóri Hópsskóla

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt með atkvæðum meirihlutans að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur sem skólastjóra Hópsskóla, nýs grunnskóla í Grindavík, frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fulltrúi F-lista lagði til að Garðar Páll Vignisson yrði ráðinn skólastjóri og fulltrúar D-lista lögðu til að staðan yrði auglýst aftur þar sem það sé breyting á auglýsingu að ráða […]
�?gönsku leikmennirnir komnir til landsins

Úgandaleikmennirnir þrír sem leika með ÍBV í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar, komu til landsins í gær. Þeir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa leikið með ÍBV undanfarið en sá þriðji, Tonny Mawejje er nýr í herbúðum liðsins. Andrew er fjölskyldumaður og kemur nú í fyrsta sinn með eiginkonu sína, Doreen og dóttir þeirra, Cindy […]
Bændamarkaður á Flúðum í sumar

Stefnt er að því að opna bændamarkað á Flúðum í sumar og er hugmyndin að hafa opið á laugardögum. Ef áhugi er fyrir lengri opnunartíma verður einnig opið á föstudögum og sunnudögum. Áhugasamir geta leigt borð og selt handverk, grænmeti, notaðar og nýjar vörur svo eitthvað sé nefnt. (meira…)
Arfleið Sjálfstæðisflokksins

Undanfarið hef ég látið hræðsluáróðursgreinar Sjálfstæðismanna pirra mig óþarflega mikið. Ástæðan er sú að mér finnst mjög miður þegar menn ákveða að reka kosningabaráttu sína á því að tala niður stefnumál andstæðinganna í stað þess að benda á ágæti sinna stefnumála. Leiða má líkur á því að Sjálfstæðismenn sjái lítið ágæti í sínum stefnumálum og […]
Oddný Guðbjörg í spurt og svarað

Oddný G. Harðardóttir er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en hún var sú eina hjá Samfylkingunni sem skilaði inn svörum í Spurt og svarað. Oddný fær sér lýsi, appelsínusafa, jógúrt og kaffibolla í morgunmat og vill félagshyggju og velferðarstjórn sem næstu ríkisstjórn. Svör Oddnýjar má lesa hér að neðan. (meira…)
Staðan í sjávarútvegnum er svona

Nú eru aðeins tveir sólarhringar í að kosningunum verði lokið og þegar maður skoðar stöðuna eins og hún er núna, með tilliti til þess sem ég kalla lífæð Vestmannaeyja, þ.e.a.s. útgerðina, þá er staðan einhvern veginn svona: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur boða óbreytt kvótakerfi, sem þýðir einfaldlega það að ef útgerðarmanninum dettur í hug að selja […]