Biskup Íslands heiðrar fyrir störf í Strandarkirkju

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, heiðraði á dögunum Þórarin Snorrason bónda í Vogsósum í Selvogi fyrir áratugastörf í þjónustu Strandarkirkju. Þórarinn byrjaði að syngja við kirkjuna árið 1947. Hann hefur verið kirkjuvörður, meðhjálpari og formaður sóknarnefndar. (meira…)
Vinnslustöðin styrkir tvo nemendur

Forráðamenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum buðu starfsfólki sínu í hið árlega loðnukaffi á Sumardaginn fyrsta en kaffiboðið var haldið í Akóges. Þrátt fyrir að lítið hafi sést af loðnunni í ár vantaði ekkert upp á hlaðborðið og fór enginn svangur út. Við sama tækifæri veitir Vinnslustöðin styrki og gjafir. Meðal annars styrkir fyrirtækið tvo nemendur í […]
Bryndís Gunnlaugsdóttir í spurt og svarað

Þá er komið að Bryndísi Gunnlaugsdóttur í Framsóknarflokki að sitja fyrir svörum í Spurt og svarað. Bryndís segir að hún hefði valið Vigdísi Finnbogadóttur á lista Framsóknar ef hún mætti velja einhvern til að vera þar og hún hefur farið upp á Heimaklett. Hér að neðan má sjá svör Arndísar. (meira…)
Niður með svartsýnina – upp með trú á framtíðina!

Vestmannaeyingar hafa jafnan verið bjartsýnir á framtíð sína og byggðar sinnar. Dæmin í gegnum tíðina sanna það, ekki eitt, heldur fjölmörg. Í þessu sambandi nægir að nefna þann kraft sem hér ríkti í upphafi 20. aldar þegar Vestmannaeyingar voru í fararbroddi í vélbátavæðingunni. Þá má nefna það afrek að koma vatni frá meginlandinu til Eyja, […]
Skítamórall á �?jóðhátíð

Staðfest hefur verið af Þjóðhátíðarnefnd að samið hefur verið við hljómsveitina Skítamóral til að spila á Þjóðhátíðinni í ár. Mun hún spila tvö kvöld og verður það að öllum líkindum laugardags- og sunnudagskvöld. Langt er síðan Skítamórall spilaði síðast hvað þá þessi tvö bönd sem samið hefur verið við, Sálin og Skítamórall. (meira…)
Pökkum saman �? við gefumst upp

Í lok átján ára valdatímabils Sjálfstæðismanna á Íslandi blasir við að frjálshyggjan, sem hefur verið leiðarljós flokksins á valdatíma hans, hefur beðið algjört skipbrot og efnahagskerfi þjóðarinnar er í molum. Afleiðingarnar af frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins eru m.a. þær að heimilin og fyrirtækin í landinu berjast núna við mjög erfiða skuldastöðu, himinháa vexti, ónýtan gjaldmiðil og trúverðugleiki […]
Jón Kristófer Arnarson í spurt og svarað

Kosninga Vaktin kom út í vikunni og er hægt að lesa blaðið hér á Eyjafréttum í pdf útgáfu með því að smella á forsíðu blaðsins. Sendar voru spurningar á frambjóðendur listanna sem eru í 2-4 sæti og munu svörin birtast hér á vefnum fram að kosningum. Spurningarnar voru bæði alvarlegar og á léttu nótunum. Hér […]
Setjum X fyrir framan D

Nú fer að styttast í kosningar og við verðum að taka ákvörðun um hvar við ætlum að setja X. Sjálfur er ég hægrisinnaður og því mjög hliðhollur Sjálfstæðisflokknum, en eftir þær hremmingar sem dunið hafa yfir okkur síðasta hálfa árið, það er efnahagskreppan í heiminum og svo meðhöndlun fjármagns af bönkum og stórfyrirtækjum á Íslandi, […]
Sóley í fimmta sæti

Eyjastúlkan Sóley Guðbjörnsdóttir varð í fimmta sæti í Ungfrú Vesturland en keppnin var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi í gærkvöld. Sóley, sem er 23 ára var ennfremur valin Face stúlkan en Sóley er búsett á Akranesi. Fegurðardrottning Vesturlands var hins vegar valin Valdís Ýr Ólafsdóttir. (meira…)
Sigurfinnur Sigurfinnsson bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2009

Myndlistamaðurinn Sigurfinnur Sigurfinnsson var í dag tilnefndur sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2009. Hann tekur við af Berglindi Kristjánsdóttur, glerlistamanni sem útbjó sérstakan verðlaunagrip og afhenti Sigurfinni við athöfnina. Sigurfinnur hefur lengst af unnið að list sinni í Vestmannaeyjum síðustu 40 ár en auk þess hefur hann kennt myndlmennt í Grunnskólum bæjarins. (meira…)