Vestmannaeyingar hafa jafnan verið bjartsýnir á framtíð sína og byggðar sinnar. Dæmin í gegnum tíðina sanna það, ekki eitt, heldur fjölmörg. Í þessu sambandi nægir að nefna þann kraft sem hér ríkti í upphafi 20. aldar þegar Vestmannaeyingar voru í fararbroddi í vélbátavæðingunni. Þá má nefna það afrek að koma vatni frá meginlandinu til Eyja, baráttuna í Heimaeyjargosinu o.s.frv.
Nú bregður hins vegar svo við að fram á ritvöllinn og í spjallinu hefur komið hver Sjálstæðismaðurinn á fætur öðrum til þess að telja kjarkinn úr Vestmannaeyingum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst