Pökkum saman

Þær hafa ekki farið framhjá neinum í dag, miðvikudaginn 22. apríl, ferðatöskurnar sem hafa verið út um víðan völl í okkar víðfeðma kjördæmi sem nær allt frá Reykjanesbæ að Höfn í Hornafirði. Þessi listræni gjörningur er á ábyrgð okkar ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Í ljósi þeirra staðreynda sem Sjálfstæðismenn standa frammi fyrir að boðskapur þeirra […]
Fyrir okkur öll

Framundan eru örlagadagar í lífi þjóðarinnar. Kosningarnar á laugardaginn eru kannski þær mikilvægustu frá upphafi. Kosningar – sem snúast um hverjum við treystum til að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Kosningar – þar sem lagðar eru línur til næstu ára hvernig við ætlum að vinna okkur út úr vandanum sem þjóð. (meira…)
�?tlar ESB að gleypa okkur með húð og hári?

Margir virðast óttast það að Evrópusambandið bíði þess óþreyjufullt að Ísland sæki um aðild til þess eins að geta hér ráðskast með fólkið í landinu og auðlindir þess. Ég hef áður fjallað um auðlindinar, líkt og margir fleiri í þessari kosningabaráttu svo vonandi hefur auðlindadraugurinn verið kveðinn niður. En hvað með aðra þætti mannlífsins, mun […]
Tæpar 20 milljónir til sunnlenskrar ferðaþjónustu

Iðnaðarráðuneytið hefur úthlutað eitt hundrað milljónum króna til fjörutíu ferðaþjónustuverkefna um allt land. Níu verkefnanna eru á Suðurlandi og hljóta þau samtals 19,4 milljónir króna í styrk. (meira…)
Fyrning aflaheimilda er aðför að 32.000 fjölskyldum

Vinstriflokkar í framboði til Alþingis hafa það á stefnuskrám sínum að gera aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja upptækar undir yfirskrift fyrningarleiðar. Slík aðgerð kollvarpar því trausta og hagkvæma skipulagi sem ríkt hefur í sjávarútvegi um árabil og setur afkomu tugþúsunda einstaklinga um land allt í mikla óvissu. (meira…)
Tónleikar til heiðurs Creedence Clearwater Revival og John Fogerty

Höllin í Vestmannaeyjum heldur 9. maí næstkomandi heiðurstónleika Creedence Clearwater revival og John Fogerty. Sérstakt band hefur verið skipað til að flytja lög þeirra og voru fengnir nokkrir af færustu hljóðfæraleikurum landsins. Forsala á tónleikana hefst 4. maí. (meira…)
Skemmdir unnar á kosningagjörningi Eyverja

Víða um Vestmannaeyjabæ má nú sjá ferðatöskur með skilaboðunum Pökkum saman og eru töskurnar merktar annað hvort X-S eða X-V. Það eru félagar í Eyverjum, ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins sem fóru þessa óhefðbundnu leið í kosningaherferð sinni og skilaboðin eru skýr. Reyndar fengu töskurnar ekki að vera lengi í friði því einhverjir höfðu farið um í skjóli […]
Framkvæmdastjóra ÍBV sagt upp

Framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags hefur verið sagt upp störfum. Friðbjörn Ólafur Valtýsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, segir að aðalstjórn félagsins hafi gefið honum kost á því að segja starfi sínu lausu. Það hafi hann ekki þegið og í framhaldi hafi sér verið sagt upp formlega 18. apríl síðastliðinn. Friðbjörn segir að í uppsagnarbréfinu sé ekki tilgreind nein ástæða uppsagnar. […]
Samfylking og VG bæta við sig manni

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur myndu fá þrjá þingmenn hvor flokkur, Vinstri græn tvo og Framsókn einn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og fréttastofu Stöðvar 2 í Suðurkjördæmi. (meira…)
Friðbjörn hættir sem framkvæmdastjóri ÍBV

ÍBV-íþróttafélag og Friðbjörn Ólafur Valtýsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins síðan í ársbyrjuna 2007, hafa komist að samkomulagi um starfsflok Friðbjarnar hjá félaginu. Friðbjörn lætur af störfum um mánaðarmótin en í Fréttum er ítarlegt viðtal við hann um félagið og starfsflokin (meira…)