Framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags hefur verið sagt upp störfum. Friðbjörn Ólafur Valtýsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, segir að aðalstjórn félagsins hafi gefið honum kost á því að segja starfi sínu lausu. Það hafi hann ekki þegið og í framhaldi hafi sér verið sagt upp formlega 18. apríl síðastliðinn. Friðbjörn segir að í uppsagnarbréfinu sé ekki tilgreind nein ástæða uppsagnar. Stjórn félagsins hafi sagt ástæðuna vera samskiptaörðugleika, þar sem meðal annars var vísað til ummæla Friðbjörns um síldveiðar til fjáröflunar fyrir félagið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst