11 milljónir í nýja leikskóladeild í Hamarsskóla

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var samþykkt að veita 11 milljóna króna viðbótarfjárhæð til fræðslu- og menningarráðs svo opni megi nýja leikskóladeild í Hamarsskóla strax í haust. Biðlistar í leikskóla hafa lengst vegna fjölgunar barna á leikskólaaldri. Verði ekkert að gert verður ekki hægt að tryggja öllum börnum eldri en 18 mánaða leikskólapláss í […]

Lífeyrissjóðir komi að fjárfestingum í atvinnulífinu

Fjórða kosningamyndbandið á Suðurlandið.is er viðtal við Eygló Harðardóttur, alþingismann frá Vestmannaeyjum, sem tók sæti á þingi þegar Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í nóvember á síðasta ári. Eygló segir að það hafi verið mjög einkennilegt að koma beint inn í umræður um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave reikningana. Nokkrum dögum síðar […]

Nú þurfa að fást hreinar línur

Hvers vegna ættum við að kjósa Vinstri græn í Alþingiskosningunum 25. apríl? Mig langar í fáeinum orðum að nefna nokkur atriði sem sýna hve rökréttur kostur það er:• Vinstri græn hafna með öllu þeim stjórnarháttum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa viðhaft síðustu áratugi, stjórnarháttum sem nú hafa leitt af sér ómældar hremmingar fyrir þjóðina.• Vinstri […]

�?órhildur í U-19 ára landsliðinu

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu tilkynnti fyrr í dag lokahóp sinn sem mun taka þátt í milliriðli EM í Póllandi í lok mánaðarins. Einn leikmaður ÍBV er í hópnum, Þórhildur Ólafsdóttir en til gamans má geta að þær Berglind Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, úr Breiðabliki, eru í hópnum en þær […]

Frjálslyndi flokkurinn opnar á Selfossi í dag

Frjálslyndi flokkurinn opnar kosningaskrifstofu í Sigtúni á Selfossi í dag kl. 17. Frambjóðendur flokksins verða á staðnum og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Um páskana var gengið með fána Frjálslyndra á Heimaklett í Vestmannaeyjum. (meira…)

Flugeldum skotið á loft um helgina

Páskahelgin var með rólegra móti hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum en hátíðahöld helgarinnar fóru að mestu leyti vel fram. Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglunnar en farið var inn í bifreið við Brekkugötu og stolið þaðan fjórum öryggishjálmum. Þá var lögreglunni tilkynnt um tvö atvik þar sem verið var að nota skotelda, sem er ekki heimilt. […]

Hjarðhegðun

Ekki ætla ég að skrifa um heiður flokkanna, það er meira spennandi að skrifa um hvað það sé sem kemur fólki til samþykkja (oftast þegjandi) siðferðilega rangar ákvarðanir annarra. Ég er þá ekki bara að tala um forsvarsmenn stjórnmálaflokka, heldur líka bankamenn og eftirlitsaðila, forvígismenn sjóða og marga aðra sem freistuðust til þess að taka […]

Heimaklettur og Blátindur lækkaðir um 5 metra

Við upphaf árlegrar gönguferðar í Páskahelli á Eldfellshrauni í Vestmannaeyjum í dag var greint frá því að tvö hæstu fjöllin í Eyjum, Heimalettur og Blátindur, hefðu verið lækkuð um 5 metra á nýju korti Landmælinga Íslands. Kortið er gert í tengslum við útgáfu árbókar Ferðafélags Íslands um Vestmannaeyjar sem kemur út í næsta mánuði. Tæplega […]

Fulltrúi Eyjamanna ríkisstjórnarmegin

Suðurlandið.is heldur áfram að birta myndbönd með viðtölum við frambjóðendur í Suðurkjördæmi. Rætt er við þá frambjóðendur sem eiga möguleika á þingsætum miðað við niðurstöður skoðanakannana undanfarið. Svo gæti farið að Samfylkingin næði inn þriðja þingmanninum í Suðurkjördæmi en það sæti skipar Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Róbert var í sama sæti í kosningunum 2007 og […]

ÍBV í öðru sæti í sterku æfingamóti á Spáni

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu spilaði í gær til úrslita í Costa Blanca Cup á Benidorm en Eyjaliðið hefur dvalið þar við æfingar og keppni yfir páskana. ÍBV spilaði gegn sterku liði heimastúlkna, Villa Noble en leikurinn endaði 1:0 fyrir Villa Noble. Þórhildur Ólafsdóttir, hinn sterki miðjumaður ÍBV var í mótslok valinn leikmaður mótsins. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.