Suðurlandið.is heldur áfram að birta myndbönd með viðtölum við frambjóðendur í Suðurkjördæmi. Rætt er við þá frambjóðendur sem eiga möguleika á þingsætum miðað við niðurstöður skoðanakannana undanfarið. Svo gæti farið að Samfylkingin næði inn þriðja þingmanninum í Suðurkjördæmi en það sæti skipar Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Róbert var í sama sæti í kosningunum 2007 og þá var hann aðeins 56 atkvæðum frá þingsæti. Róbert er Vestmannaeyingur og segir það mikilvægt fyrir Eyjamenn að tryggja sér fulltrúa ríkisstjórnarmegin og vísar hann með þeim orðum til áframhaldandi stjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst