Staðinn að ólöglegum veiðum vestur af Sandgerði

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF EIR stóð dragnótarbát að meintum ólöglegum veiðum vestur af Sandgerði í gærdag. Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að dragnótaveiðar séu ekki heimilar á þessu svæði samkvæmt reglugerð um friðun hrygningarþorsks. (meira…)
Unnu KR 0:6

Kvennalið ÍBV lék í kvöld æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði KR en ÍBV spilar í 1. deild. Leikurinn fór fram á gervigrasi KR-inga í vorblíðunni í vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik tóku Eyjastúlkur sannarlega við sér, skoruðu sex mörk í þeim síðari og unnu KR þar með 0:6 á útivelli. (meira…)
Vildi hækka skatta á Helguvík

Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sagði við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld að Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti, hefði lagt fram minnisblað á fundi efnahags- og skattanefndar þar sem hann fór fram á að fjárfestingasamningurinn vegna álvers í Helguvík yrði endurskoðaður til að leggja hærri skatta á verkefnið. (meira…)
Systur færi bústaðinn

Systrum sem létu reisa sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir nokkrum árum hefur með dómi Hæstaréttar verið gert að flytja bústaðinn. Hann var reistur í sameignarlandi og nágranninn var ekki sáttur við framkvæmdirnar. (meira…)
�?rír þingmenn úr Suðurkjördæmi í Eldhúsdagsumræðu

Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast í beinni útsendingu RÚV klukkan 19.50. Þrír þingmenn úr Suðurkjördæmi eru á mælendaskrá, Ragnheiður Elín Árnadóttir, úr Sjálfstæðisflokki, Helga Sigrún Harðardóttir úr Framsóknarflokki og Grétar Mar Jónsson frá Frjálslyndum. (meira…)
Jórunn heldur 3. sæti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Jórunn Einarsdóttir, kennari, verður í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Hætt hefur verið við svokallaðan kynjafléttulista sem hefði þýtt að Jórunn hefði færst niður í 4. sætið. (meira…)
Framboðslisti Borgarahreyfingarinnar í Suðurkjördæmi tilbúinn

Hjá Borgarahreyfingunni er unnið að því hörðum höndum að flokkurinn verði sjötti flokkurinn sem býður fram til Alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi. Undirskriftasöfnun stendur yfir í bæði Suður- og Norðvesturkjördæmi en frestur til að tilkynna framboð rennur út eftir viku. (meira…)
Starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar sagt upp

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fékk afhent uppsagnarbréf í síðustu viku en uppsögnin er liður í niðurskurði sem stofnunin glímir við um þessar mundir. Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í samtali við Eyjafréttir.is að nauðsynlegt hafi verið að fara þessa leið. (meira…)
Vinstrigrænir opna kosningaskrifstofu

VG í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu á miðvikudaginn 8. apríl. Kl.17.00 að Skólavegi þar sem Ullarblóm var áður til húsa. Heitt á könnunni og með því. Efstu frambjóðendur verða á staðnum. Klukkan 21.00 sama kvöld, munu efstu frambjóðendur einbeita sér að unga fólkinu. Allt ungt fólk í Vestmanneyjum velkomið í spjall. (meira…)
Fundur Framsóknarformanns fellur niður

Af óviðráðanlegum ástæðum verður að aflýsa opnum fundi með formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem fyrirhugað var að halda á Kaffi Kró í hádeginu miðvikudaginn 8. apríl. Stefnt er að því að halda fundinn síðar og verður hann auglýstur sérstaklega. (meira…)