Staðinn að ólöglegum veiðum vestur af Sandgerði

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF EIR stóð dragnótarbát að meintum ólöglegum veiðum vestur af Sandgerði í gærdag. Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að dragnótaveiðar séu ekki heimilar á þessu svæði samkvæmt reglugerð um friðun hrygningarþorsks. (meira…)

Unnu KR 0:6

Kvennalið ÍBV lék í kvöld æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði KR en ÍBV spilar í 1. deild. Leikurinn fór fram á gervigrasi KR-inga í vorblíðunni í vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik tóku Eyjastúlkur sannarlega við sér, skoruðu sex mörk í þeim síðari og unnu KR þar með 0:6 á útivelli. (meira…)

Vildi hækka skatta á Helguvík

Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sagði við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld að Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti, hefði lagt fram minnisblað á fundi efnahags- og skattanefndar þar sem hann fór fram á að fjárfestingasamningurinn vegna álvers í Helguvík yrði endurskoðaður til að leggja hærri skatta á verkefnið. (meira…)

Systur færi bústaðinn

Systrum sem létu reisa sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir nokkrum árum hefur með dómi Hæstaréttar verið gert að flytja bústaðinn. Hann var reistur í sameignarlandi og nágranninn var ekki sáttur við framkvæmdirnar. (meira…)

�?rír þingmenn úr Suðurkjördæmi í Eldhúsdagsumræðu

Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast í beinni útsendingu RÚV klukkan 19.50. Þrír þingmenn úr Suðurkjördæmi eru á mælendaskrá, Ragnheiður Elín Árnadóttir, úr Sjálfstæðisflokki, Helga Sigrún Harðardóttir úr Framsóknarflokki og Grétar Mar Jónsson frá Frjálslyndum. (meira…)

Framboðslisti Borgarahreyfingarinnar í Suðurkjördæmi tilbúinn

Hjá Borgarahreyfingunni er unnið að því hörðum höndum að flokkurinn verði sjötti flokkurinn sem býður fram til Alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi. Undirskriftasöfnun stendur yfir í bæði Suður- og Norðvesturkjördæmi en frestur til að tilkynna framboð rennur út eftir viku. (meira…)

Starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar sagt upp

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fékk afhent uppsagnarbréf í síðustu viku en uppsögnin er liður í niðurskurði sem stofnunin glímir við um þessar mundir. Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í samtali við Eyjafréttir.is að nauðsynlegt hafi verið að fara þessa leið. (meira…)

Vinstrigrænir opna kosningaskrifstofu

VG í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu á miðvikudaginn 8. apríl. Kl.17.00 að Skólavegi þar sem Ullarblóm var áður til húsa. Heitt á könnunni og með því. Efstu frambjóðendur verða á staðnum. Klukkan 21.00 sama kvöld, munu efstu frambjóðendur einbeita sér að unga fólkinu. Allt ungt fólk í Vestmanneyjum velkomið í spjall. (meira…)

Fundur Framsóknarformanns fellur niður

Af óviðráðanlegum ástæðum verður að aflýsa opnum fundi með formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem fyrirhugað var að halda á Kaffi Kró í hádeginu miðvikudaginn 8. apríl. Stefnt er að því að halda fundinn síðar og verður hann auglýstur sérstaklega. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.