�?g vil breytingar, en þú?

Ekki virðast fjórflokkarnir ætla að snúa af þeirri leið sem kom okkur sem þjóð í þrot, loðin svör og skoðun en í gangi á hinum ýmsu málum er þeirra stefnuskrá. Ekki vil ég trúa að Íslendingar ætli en og aftur að falla í þá gryfju að leggja þessari stefnu, gjaldþrotastefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda brautargengi […]
Fasteign vantar milljarð

Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. þarf að útvega rúman einn milljarð á næstu sjö vikum til að greiða víxil upp á rúmlega 7 milljónir evra. Frá þessu er greint á dv.is en Vestmannaeyjabær er eitt þeirra sveitarfélaga sem eiga Fasteign ásamt Glitni og á félagið nokkrar fasteignir í Eyjum. Starfsmenn félagsins eru vongóðir um að fjármagnið finnist […]
Róleg helgi að baki

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið enda stóð yfir rannsókn á ætlaðir íkveikju í rútubifreið sem stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja við Tangagötu. Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og sá þriðji var handtekinn að morgni föstudagsins 3. apríl. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa kveikt í rútunni og […]
Gideon gaf Nýja testamentið

Félagar í Gideondeildinni í Vestmannaeyjum gáfu í morgun Nýja testamentið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Bókin góða verður í hverri stofu og víðar á stofnuninni héðan í frá. Það var Halldór Hallgrímsson sem færði stofnuninni gjöfina en Lilja Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur tók við gjöfinni. (meira…)
Frábærir tónleikar Nýdanskra á laugardag

Á laugardag kom stórsveitin Nýdönsk til Eyja og spilaði fyrir heimamenn. Tónleikarnir voru í einu orðið sagt frábærir og léku Nýdanskir á alls oddi. Sveitin tók öll sín bestu lög auk þess sem nýrri lög voru kynnt til leiks. Stemmningin í Höllinni var gríðarlega góð á tónleikunum og kyrjuðu tónleikagestir með í flestum lögum. (meira…)
Buff spilar um Páskana í Höllinni

Nú styttist í páskana en margir nota tímann til að kíkja út á lífið. Í Höllinni verður stórdansleikur eftir miðnætti á föstudaginn langa þegar stuðbandið Buff kíkir við og leikur fyrir landann. Buffarar hafa aldrei áður leikið á dansleik í Höllinni en forsala á ballið hófst í dag á Volcano. (meira…)
Engin innantóm kosningaloforð hjá Frjálslyndum

Á leiðinni í Herjólf í morgun hlustaði ég á umræður á Bylgjunni, þar sem umræðuefnið var bankahrunið og hvernig við eigum að bregðast við því. Sitt sýnist hverjum, en ég er mjög ánægður með það að við í Frjálslynda flokknum höfum tekið þá ákvörðun, eins og alltaf, að vera ekki með einhverskonar kosningaloforð rétt fyrir […]
Naumt tap gegn FH

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði í dag gegn FH í síðasta leik sínum í Lengjubikarnum en liðin áttust við í Kórnum í Kópavogi. Lokatölur urðu 4:3 en Viðar Örn Kjartansson hafði komið ÍBV í 0:2 í fyrri hálfleik. ÍBV endar riðlakeppnina með sex stig og kemst ekki í úrslit en FH-ingar, sem eiga einn leik […]
Fréttatilkynning frá Slökkviliði Vestmannaeyja og Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Í ljósi undangenginna atburða og umræðna sem þeim hafa fylgt, vilja starfsmenn Slökkviliðs Vestmannaeyja og meðlimir Björgunarfélags Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri: Við hörmum að þeir einstaklingar, sem nú hafa játað aðild sína að brunanum s.l. miðvikudag og með okkur störfuðu, skuli hafa brugðist því mikla trausti sem borið var til þeirra í störfum sínum. […]
Samkomulag um sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu

Náðst hefur sátt um breytingar á sjúkraflutningum í Rangárvallasýslu sem deilt hefur verið um í tengslum við niðurskurð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu). Lausnin er í fimm liðum og eru sveitarstjóri Rangárþings eystra, sýslumaður og sjúkraflutningamenn sáttir við þessa lausn, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá HSu. (meira…)