Á laugardag kom stórsveitin Nýdönsk til Eyja og spilaði fyrir heimamenn. Tónleikarnir voru í einu orðið sagt frábærir og léku Nýdanskir á alls oddi. Sveitin tók öll sín bestu lög auk þess sem nýrri lög voru kynnt til leiks. Stemmningin í Höllinni var gríðarlega góð á tónleikunum og kyrjuðu tónleikagestir með í flestum lögum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst