Komust í átta liða úrslit með sigri í dag

Kvennalið ÍBV tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í 2. deild með sigri á ÍR. Liðin áttust við í Eyjum í dag og urðu lokatölur 26:23 en í hálfleik hafði ÍBV tveggja marka forystu, 12:10. Ekki liggur fyrir hvenær úrslitakeppnin hefjist en þar mun ÍBV væntanlega leika gegn KA. […]

Stórtónleikar Nýdanskra í kvöld

Í kvöld verða sannkallaðir stórtónleikar í Höllinni í Vestmannaeyjum þegar Nýdönsk stígur á stokk og leikur fyrir áhorfendur. Nýdanskir gerðu það einmitt gott á Þjóðhátíðinni 2008 og ætla nú að endurtaka leikinn í Höllinni. Sala miða í forsölu gekk vel en enn er hægt að fá miða á tónleikana og hefst miðasala upp í Höll […]

Síðasti heimaleikurinn klukkan 16.00

Í dag klukkan 16.00 leikur kvennalið ÍBV í handbolta, síðasta heimaleik sinn í vetur þegar liðið tekur á móti ÍR í Eyjum. Liðin eru bæði í neðri hluta 2. deildar, ÍBV í 9. sæti af tólf liðum en ÍR í 8. sæti. Sigurvegari leiksins kemst í úrslitakeppni 2. deildar. (meira…)

Mál slökkviliðsmanns í athugun

Mál slökkviliðsmanns, sem játað hefur aðild að íkveikju í Vestmannaeyjum, er í athugun og ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um hvort honum verði vikið úr slökkviliðinu, að sögn Ragnars Baldvinssonar slökkviliðsstjóra. Slökkviliðsmaðurinn er á meðal þriggja manna sem hafa játað mismikla aðild að íkveikjunni. Þeim var sleppt úr haldi í gærkvöldi eftir játninguna og […]

Allt bendir til þess að ekki verði tap á rekstri síðasta árs

Vegna ársreikninga ÍBV-íþróttafélags sem samþykktir voru á ársfundi félagsins um helgina vill knattspyrnuráð kvenna koma eftirfarandi á framfæri. Ársreikningur ÍBV-íþróttafélag sýndi tap knattspyrnudeildar kvenna upp á 650.000 krónur eftir tímabilið 2008. Knattspyrnudeild kvenna hefur fengið vilyrði frá aðilum, sem eiga eftir að greiða styrki fyrir síðasta tímabil, að þeir verði greiddir þannig að knattspyrnudeildin ætti […]

Enduðu á jákvæðum nótum þrátt fyrir tap

Eyjamenn voru sannarlega óheppnir að fá ekkert út úr síðasta leik sínum í 1. deild en ÍBV tók á móti Selfossi í Eyjum í kvöld. Fyrirfram hefði mátt búast við öruggum sigri Selfyssinga, sem eru í öðru sæti og á leið í umspil um laust sæti í efstu deild á meðan ÍBV er í þriðja […]

�?remenningar játa íkveikju

Þrír menn sem hafa verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna rútubruna í fyrrinótt hafa allir játað aðild að íkveikjunni. (meira…)

Harður árekstur á Skólavegi

Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Hásteinsvegar og Skólavegar í kvöld. Svo virðist sem ökumaður annars bílsins, sem var að aka austur Hásteinsveg, hafi ekki virt biðskyldu við Skólaveg og ekið í veg fyrir bíl sem var ekið upp Skólaveginn. Bílarnir eru talsvert skemmdir en ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast í […]

Handboltaleikur í kvöld

Í kvöld, klukkan 19.30 leikur karlalið ÍBV í handbolta síðast leik sinn í vetur þegar strákarnir taka á móti Selfyssingum. ÍBV á ekki möguleika á sæti í efstu deild en Selfyssingar fara í umspil um eitt laust sæti meðal þeirra bestu. Eyjamenn vilja væntanlega enda tímabilið á jákvæðan hátt, sérstaklega eftir stóran skell á útivelli […]

�?riðji maðurinn handtekinn

Þriðji maðurinn var í dag handtekinn vegna rannsóknar lögreglunnar á rútubrunanum við húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þetta staðfesti Lögreglan í Vestmannaeyjum fyrir stundu. Áður höfðu tveir verið handteknir og úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald. Enn er unnið að rannsókn málsins sem gengur vel. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.