Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Hásteinsvegar og Skólavegar í kvöld. Svo virðist sem ökumaður annars bílsins, sem var að aka austur Hásteinsveg, hafi ekki virt biðskyldu við Skólaveg og ekið í veg fyrir bíl sem var ekið upp Skólaveginn. Bílarnir eru talsvert skemmdir en ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast í árekstrinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst