Tveir í haldi vegna gruns um íkveikju

Tveir ungir menn eru nú í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um að þeir hafi kveikt í rútu við Tangagötu í nótt. Möguleg tengsl mannanna við aðrar íkveikjur í bænum verða rannsökuð, að sögn lögreglunnar. Tilkynning barst um eldinn um hálffjögurleytið í nótt. Rútunni hafði verið lagt skammt frá flugeldageymslu niðri við bryggju og […]
Pulsufjöltefli hjá Taflfélaginu

Í dag kl. 18 verða stórútgerðarmennirnir Beddi á Glófaxa, Óskar á Frá og Binni í Vinnslustöðinni með fjöltefli í Skákhúsinu við Heiðarveg. Þeir hafa sagt skyldu bjóða þeim sem vinna einhvern þeirra upp á beikonpylsu og kók að loknu tafli. (meira…)
�?tla að snúa stóra sviðinu

Sérstakur stýrihópur á vegum Vestmannaeyjabæjar og Þjóðhátíðarnefndar hefur ákveðið að snúa stóra sviðinu í Herjólfsdal, þannig að sviðið snúi meira til norðurs og að bak sviðsins verði í línu við tjörnina. Auk þess eru fleiri breytingar fyrirhugaðar á svæðinu. (meira…)
�?lafur Jóhann fékk Seljaprestakall

Valnefnd í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, ákvað á fundi sínum í vikunni að leggja til að sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson verði skipaður prestur í Seljaprestakalli. Tveir umsækjendur voru um embættið. (meira…)
Kveikt í rútu við Vestmannaeyjahöfn

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út klukkan hálffjögur í morgun vegna elds í 50 manna rútu við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja sem er meðal annars notað sem flugeldageymsla. Rúður voru farnar að springa og klæðning að skemmast þegar slökviliðið mætti á vettvang og stóð rútan þá í björtu báli. Rútan er talin gjörónýt og leikur grunur á […]
Dagskrá Diskóhátíðarinnar að taka á sig mynd

Dagana 1. og 2. maí verður Diskóhátíð haldin í Eyjum en dagskrá hátíðarinnar er óðum að taka á sig mynd. Byrjað verður með risaskemmtun og balli 1. maí en kvöldið eftir verður Skans-, Oz- og Hallarlundshittingur á Volcano Café þar sem hinn eini sanni Daddi Diskó (varist eftirlíkingar) þeytir skífum. Ítarlegri dagskrá má sjá hér […]
Krónan opnar á Selfossi á föstudaginn

Ný verslun Krónunnar á Selfossi tekur formlega til starfa föstudaginn 3. apríl næstkomandi kl. 10. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, og Sigrún Jónsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar, munu opna verslunina sem er staðsett í Kjarnanum. Húsið gengur einnig undir nafninu Gamla kaupfélagshúsið” og hefur sérvörudeild Krónunnar hlotið nafnið Kaupfélagið með vísan í sögun hússins.” (meira…)
Guðlaugssund þreytt í Hveragerði

Á fimmtudagskvöld þann 12. mars þreyttu 22 sundmenn Guðlaugssund í Laugaskarði í Hveragerði. Synt var til að minnast frækilegs afreks Guðlaugs Friðþórssonar er komst lífs af er báturinn Hellisey sökk um 6 kílómetra suðaustur af Heimaey og að minnast þeirra skipverja sem fórust. Þetta er í annað sinn sem sundið er þreytt í Laugarskarði en […]
Stöðvaður með fíkniefni við komuna til Eyja

Síðastliðna vika var með rólegra móti hjá lögreglu, en þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki vegna hinna ýmsu mála. Nokkuð var um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum án þess þó að upp úr syði milli nágranna. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en maður sem var að koma með Herjólfi var […]
Réttindi sjóðfélaga skerðast ekki

Áunnin réttindi eða lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja skerðast ekki en lífeyrissjóðir hafa margir tilkynnt um allt að 10% skerðingu. Heildarskuldbindingar Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja eru 3,2% umfram hreina eign í árslok 2008 og er því innan 10% lögbundinna marka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja sem má lesa hér að neðan. (meira…)