Í ökkla eða eyra hjá lögreglunni

Það virðist vera annað hvort í ökkla eða eyra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en síðustu vikur hafa verið annasamar í meira lagi. Þó bregður svo við að síðasta vika er mun rólegri. Einn þjófnaður var þó tilkynntur til lögreglu en Garmin staðsetningartæki hafði verið stolið úr bifreið við Miðstræti og óskar lögreglan eftir upplýsingum um […]
Jólahlaðborð á Ströndinni

Tæplega 80 manns sóttu jólahlaðborð laugardaginn 29. nóvember s.l. á Ströndinni v/Víkurskála. Fljótlega varð ljóst að uppselt yrði í matarveisluna. Mýrdalshreppur hefur undanfarin ár boðið fastráðnu starfsfólki sínu á hlaðborð ýmiskonar með villibráðar- jólaívafi. (meira…)
Tíminn bíður ekki

Á árunum 1890-1920 var Eyrarbakki í miklum blóma. Árabátunum fjölgaði mikið og Lefoliverslunin var öflug miðstöð fyrir allt Suðurland. Þegar höfn var byggð í Reykjavík kippti það fótunum undan versluninni. Leofoliverslunin lagði upp laupana en margar aðrar færðust upp að Ölfusárbrú. Eftir sátu útgerðarmenn og verkafólk sem áttu ekkert annað en vinnuafl sitt. Samstaða verkafólksins […]
Rafmagnstruflanir undanfarið sitthvor bilunin

Fyrir helgi urðu Eyjamenn varir við talsverðar rafmagnstruflanir og svo aftur í morgun þegar rafmagn datt út í stuttan tíma. Eins og gefur að skilja eru rafmagnstæki mörg hver viðkvæm fyrir truflunum sem þessum, m.a. tölvur en ein slík bilaði á ritstjórn Eyjafrétta í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá RARIK á Hvolsvelli er um […]
Væri búið að reka seðlabankastjóra

Ef einhver væri búinn að haga sér eins og seðlabankastjóri væri ég búinn að reka hann, sagði útgerðarmaður á atvinnulífsþingi í Vestmannaeyjum í dag. Fram kom á þinginu að 100 manns hafa sótt um 6 laus störf hjá frystihúsi í Eyjum. Það er engan bilbug að finna á atvinnurekendum í Suðurkjördæmi, segir Árni Johnsen alþingismaður […]
�?rettándagleðin verður föstudaginn 9. janúar

Ákveðið hefur verið að Þrettándagleði ÍBV verði haldin þann 9. janúar. Þar verður allt með hefðbundnum hætti, þar sem álfar, púkar, tröll og jólasveinar skemmta ungum sem öldnum. Þar með er komin niðurstaða í þetta mál en tekist var á um að halda sig við þrettándann sem nú ber upp á þriðjudag en vilji hefur […]
Selfoss sigraði á Unglingamóti HSK

Þann 6.des. s.l. fór fram Unglingamót HSK í sundi. Keppt var um stigabikar HSK fyrir stigahæsta liðið og einstaklingsbikar fyrir bestu bætingu frá því í fyrra. Hver keppandi má synda 1-3 greinar. Sunddeild Umf. Selfoss sendi 21 sundmann til keppni. Flesta keppendur sendi Sunddeild Hamars og þá fæstu Dímon. Sunddeildin hefur ekki unnið stigabikarinn síðan […]
Margrét Lára fékk viðurkenningu frá Junior Chamber

Þrír ungir Íslendingar voru heiðraðir af Junior Chamber hreyfingunni á Íslandi í gærkvöldi fyrir framúrskarandi störf og árangur í móttöku sem haldin var þeim til heiðurs í Kópavogi. Þetta voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, Örn Elías Guðmundsson (Mugison), tónlistarmaður og tónskáld, og Víkingur Heiðar Ólafsson, tónlistarmaður. (meira…)
Selfoss sigraði �?rótt úr Reykjavík

Grótta og Selfoss eru í tveimur efstu sætunum í 1. deild karla í handknattleik eftir örugga sigra um helgina. Grótta vann Fjölni í Grafarvogi, 30:20, og Selfoss vann Þrótt R. á Selfossi, 36:25. Grótta er með 18 stig, Selfoss 16 og ÍR 14 stig þegar öll liðin hafa leikið 10 leiki. Atli Kristinsson skoraði 10 […]
Aftur sorglega nálægt sigri

Karlalið ÍBV virðist ekki eiga samleið með lukkudísunum en í öðrum heimaleiknum í röð eru Eyjamenn óheppnir að fá ekkert út úr annars ágætlega spiluðum leik. Í dag lék ÍBV gegn Aftureldingu og eftir jafnan leik voru það gestirnir sem höfðu betur 23:25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:12. Leikurinn var í raun […]