Ákveðið hefur verið að Þrettándagleði ÍBV verði haldin þann 9. janúar. Þar verður allt með hefðbundnum hætti, þar sem álfar, púkar, tröll og jólasveinar skemmta ungum sem öldnum. Þar með er komin niðurstaða í þetta mál en tekist var á um að halda sig við þrettándann sem nú ber upp á þriðjudag en vilji hefur verið að vera með hátíðarhöldin helgina næst þrettándanum. Hafa þau sjónarmið orðið ofan á og verður blysförin föstudaginn 9. janúar. Það gefur fleiri brottfluttum og öðrum gestum möguleika á að koma og fylgjast með hátíðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst