Bílddælingar heimsækja Vík í Mýrdal í dag

Í dag laugardaginn 6. des. heimsækja Bílddælingarnir Jón Kr. Ólafsson, söngvari og Hafliði Magnússon Vík. Þeir kynna bókina Melódíur minninganna um lífshlaup Jóns Kr. í versluninni Klakki kl. 13:00 Jón tekur jafnframt lagið fyrir áheyrendur.Jón Kr. Ólafsson er landskunnur söngvari og söng á sínum tíma með hljómsveitinni Facon á Bíldudal og allir þekkja lag þeirra […]

Opin æfing hjá fimleikafélaginu á morgun

Á morgun, laugardag verður opin æfing hjá Fimleikafélaginu Rán. Æfingin hefst klukkan 10 og stendur til 12 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir, strákar og stelpur. Þjálfarar félagsins hafa undirbúið æfinguna sérstaklega þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í upphafi á glæstum fimleikaferli sínum. (meira…)

ÍBV tekur á móti Aftureldingu í dag

Í dag, klukkan 14.00 tekur karlalið ÍBV á móti Aftureldingu í 1. deild karla. Eins og komið hefur fram varð ÍBV-liðið fyrir gríðarlegri blóðtöku í síðasta leik þegar fyrirliðinn Sigurður Bragason sleit hásin. Því er full þörf á því að stuðningsmenn liðsins fylki sér nú að baki ÍBV og styðji liðið í þessum erfiða leik. […]

Ef Adolf Hitler hefði átt peninga hjá Icesave?

Fátt hefur verið meira í umræðu síðustu vikna en bankahrunið og allar þær afleiðingar sem það hafði í för með sér. Margir hafa tapað eigum sínum eða sjá fram á erfiða tíma. – Sumir vilja þó sjá spaugilegar hliðar á þessu annars stóralvarlega máli. – Hér fyrir neðan sjáið þið lítið leikverk með Adólf Hitler […]

Friðarganga og kveikt á jólatrénu

Í dag klukkan 16.45 verður Friðarganga gengin frá Landakirkju og niður á Stakkó þar sem kveikt verður á jólatré bæjarins klukkan 17.00. Jólatrénu hefur nú verið fundinn nýr staður á Stakkagerðistúninu, gegnt Akógeshúsinu. Búast má við fjölmenni enda mun Leikfélag Vestmannaeyja skemmta gestum og gangandi og jólasveinarnir gefa börnunum góðgæti. (meira…)

�?etta skrifast á Vestmannaeyinga

Kona nokkur, Sigrún Steingrímsdóttir að nafni, skrifaði fyrir nokkru, pistil á bloggsíðu sína á mbl.is. Þar fjallar hún um samgöngumál Vestmannaeyja, þessa 2000 þúsund manna samfélags langt úr alfaraleið. Hún segir m.a. að hraðskreiðara skip muni væntanlega kosta fleiri hvali lífið. Bloggskrif Sigrúnar hafa vakið feiknarleg viðbrögð og hafa á þriðja hundrað manns bætt sínum […]

Golfklúbburinn fagnar 70 ára afmæli sínu

Í gær var hinn eiginlega afmælisdagur Golfklúbbs Vestmannaeyja en félagið fagnar í ár 70 ára afmæli sínu. Aðalfundur félagsins var haldinn á afmælisdaginn en í kvöld ætla félagsmenn að fagna í salarkynnum klúbbsins ásamt velunnurum Golfklúbbsins. Í gær var Helgi Bragason endurkjörinn sem formaður flokksins, Hallgrímur Júlíusson var valinn kylfingur ársins og Sveinn Sigurðsson efnilegastur. […]

Hefðum tapað milljörðum ef við hefðum verið í ESB undanfarin ár

,,Í mínum huga er alveg ljóst að ef við hefðum verið í Evrópusambandinu undanfarin ár hefði þjóðin tapað milljörðum króna. Í ljósi þess hvernig staðið var að úthlutun makrílkvóta hefði ESB komið í veg fyrir makrílveiðar Íslendinga í sumar. Kvóti okkar hefði aðeins orðið brot af því sem við veiddum þó svo að öll veiðin […]

Bæjarmála- og landsmálafundur í Tryggvaskála á morgun 6. des.

Samfylkingarinnar í Árborg og nágrenni verður í Tryggvaskála á Selfossi laugardaginn 6. desember kl. 11. Hvert stefnir sveitarfélagið? Ragnheiður og Gylfi ræða málin Hvers konar auðlindanýting? Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra Hvernig hanga Evrópu- og efnahagsmálin saman? Samgöngur. Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.