Ný þjónusta í tilefni 60 ára afmælis

Rakarastofa Björns og Kjartans í Miðgarði á Selfossi fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni býður stofan til sýningar á munum og myndum af starfsemi fyrirtækisins s.l. 60 ár. Sérstök dagskrá kl. 16:00 í dag. Þá hefur einnig verið boðið upp á greiðslumat” og síðan “staðgreiðslu” í gamla rakarastólnum og hefur fjöldi […]
Heilsuþorp á Flúðum

Heilsuþorp rís á Flúðum, samkvæmt viljayfirlýsingu sem fulltrúar Hrunamannahrepps og Heilsuþorpa ehf. undirrituðu í gær. Hrunamannahreppur leggur til átta hektara landsvæði á Flúðum og Heilsuþorp ehf. alla undirbúningsvinnu, svo sem hönnun, skipulag og öflun framkvæmdafjár. Fram kom við undirritunina í gær að félagið mun efna til samstarfs við fjölmarga aðila sem hafa hagsmuni af þátttöku […]
Jólabasarinn á morgun sunnudaginn 30. nóvember

Nú er komið að sjálfum jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka, sem á sinn fasta sess í félagsstarfi Eyrbekkinga. Basarinn verður haldinn á Stað sunnudaginn 30. nóvember. Húsið verður opnað kl. 14:00. Seldar verða hefðbundnar basarvörur, hannyrðir af fjölbreyttu tagi og bakstur af ýmsum sortum. (meira…)
Gangið hægt um gleðinnar dyr

Helgin og framundan og margir sem dreypa á einhverjum þeim drykk sem kann að valda vandræðum, sérstaklega ef hans er neytt í miklu magni. Hér er stutt myndband um afleiðingar af slíku. (meira…)
Gáfu Kvenfélagin Líkn peningagjöf

Forsvarsmenn Hallarinnar, veislu- og ráðstefnuhúss í Vestmannaeyjum gáfu í dag Kvenfélaginu Líkn peningagjöf. Tilefnið var að starfsleyfi Hallarinnar barst í hús um leið og 1. des. kaffi Líknar fór fram en kaffisamsætið hefur verið haldið í Höllinni undanfarin ár. Hallarbændur og Einsi Kaldi hf., sem rekur eldhúsið í Höllinni, lána kvenfélaginu húsið og eldhúsið án […]
Ást á Norðrinu, Norrænna bókasafnavikan

Í dag 28. nóv. klukkan 18:00 býður Bæjarbókasafn Ölfuss upp á rökkurstund við kertaljós af tilefni Norrænu bókasafnavikunnar. Lesinn verður texti eftir finnsku skáldkonuna Eevu Kilpi, en Eeva samdi textann sérstaklega til upplesturs í þessari viku og tengist hann þema vikunnar sem að þessu sinni er: Ást á Norðrinu. Textinn verður lesinn á íslensku en […]
Ellefu hænur gengu lausar um bæinn í morgun

Útskriftanemar FÍV dimmiteruðu í morgun en hefð er fyrir því að útskriftanemar klæði sig upp í búninga við þessa athöfn. Í ár klæddust útskriftanemendur frá FÍV hænsnabúningum en hænurnar ellefu létu sér það ekki duga að fara upp í Framhaldsskóla, heldur komu einnig við í öðrum skólum bæjarins og glöddu börnin. (meira…)
�?tla að selja jólasælgætið sitt um helgina

Hin árlega jólasælgætissala Kiwanisklúbbsins Helgafells, mun fara fram næstu helgi, 28.-30. nóvember nk. Allur ágóði af sölu sælgætisins rennur til hinna ýmsu góðgerðamála í bænum, og er það von og ósk okkar Kiwanisfélaga að bæjarbúar taki vel á móti okkur nú, sem áður fyrr. (meira…)
Nýi þjálfari Selfoss ósáttur við Eyjamenn

Gunnlaugur Jónsson þjálfari Selfoss býst við að liðið missi nokkra leikmenn frá síðustu leiktíð en þegar er ljóst að nokkrir eru farnir og aðrir eru í óvissu. Efnilegasti leikmaður 1. deildar, Viðar Örn Kjartansson gekk á dögunum í raðir ÍBV og Gunnlaugur sér mikið á eftir honum. (meira…)
Vilja gefa út sjálfshjálparbók fyrir ung börn

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni lá fyrir erindi frá Thelmu Gunnarsdóttur og Árnýju Ingvarsdóttur sálfræðingum þar sem þær sækja um fjárstyrk til útgáfu á sjálfshjálparbók fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Markmið bókarinnar er að hjálpa foreldrum og börnum þeirra að takast á við áhyggjur, áður en þær verða að alvarlegum […]