Logandi flugeldi kastað inn í anddyri lögreglustöðvarinnar

Logandi flugeldi var kastað inn í anddyri lögreglustöðvarinnar um kl. 01:20 aðfaranótt sunnudags. Talið er að um stóran flugeld hafi verið að ræða um 1½ tomma. Prikið hafði verið brotið af. Flugeldurinn sveimaði um anddyrið þar til hann sprakk. Mikill reykur varð af þessu auk þess sem stólar sem þarna voru skemmdust. (meira…)
Tekur rúmt hálft ár að fá varahluti í Herjólf

Nú hefur komið í ljós að rúmt hálft ár tekur að fá varahluti í Herjólf eða um 34 vikur en eins og áður hefur komið fram er annar jafnvægisugginn bilaður eftir að aðskotahlutur fór í hann í síðustu viku. Skipta þarf um uggann að verulegu eða öllu leyti. Endanleg tímasetning á afhendingu varahluta í uggann […]
Tekinn í annað sinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið vegna enda ýmis verkefni sem rata inn á borð lögreglunnar Má m.a. nefna aðstoð við að koma fólki til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar, afskipti af fólki vegna ónæðis ofl. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en að kvöldi sl. fimmtudag voru tveir […]
Guðni segir af sér þingmennsku

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tilkynnti þetta í upphafi þingfundar í dag. Guðni var landbúnaðarráðherra frá 1999 til 2007. Varaformaður Framsóknarflokksins frá 2001 og formaður Framsóknarflokksins frá 2007. Sturla þakkaði Guðna fyrir góð störf og sagði að hann hefði sett svip sinn á Alþingi lengi. […]
Fyrsta skóflustungan tekin að nýju útisvæði við sundlaugina

Skömmu eftir hádegi í dag var tekin skóflustunga að nýju og glæsilegu útisvæði við sundlaug Vestmannaeyja. Búið er að fullhanna svæðið og verða m.a. tvær stórar rennibrautir á svæðinu, tvær vaðlaugar, þrír heitir pottar og sérstök barnarennibraut. Svæðið verður allt hannað með sögu Vestmannaeyja og verður eldfjall á útisvæðinu. (meira…)
Samgöngur, kvótinn og fundur með FF

Það er alveg með ólíkindum, þessi sending sem við eyjamenn vorum að fá frá ríkisstjórninni um að smíði nýrrar ferju sé frestað um óákveðinn tíma, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að í ríkisstjórnarmeirihlutanum sitji núna þeir tveir þingmenn, sem ættaðir eru úr eyjum og í raun og veru er ótrúlegt að hugsa til […]
Mikið stuð þegar haldið var upp á dag íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var í gær, sunnudaginn 16. nóvember. Í dag höldum við upp á daginn hér á Kirkjugerði með sýningu starfsfólks á leikritinu um Búkollu sem er orðin hefð hjá okkur. Alltaf sama stuðið og ekki gott að segja hvort börnin eða starfsfólk skemmtir sér betur. Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, […]
Vel heppnað málþing um Sigurjón �?lafsson myndhöggvara frá Eyrarbakka

Í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu listamannsins Sigurjóns Ólafssonar frá Eyrarbakka efndi Listasafn Árnesinga til vel heppnaðs málþings honum til heiðurs í gær, 16. nóv. á degi íslenskrar tungu, í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Stjórnandi málþingsins var Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. (meira…)
Hæsta meðalverð á þorski á mánuði hingað til

Meðalverð á þorski í október síðastliðnum var kr. 298,01 sem er hæsta meðalverð á þorski í einum mánuði sem sést hefur á íslenskum fiskmörkuðum. Meðalverð á slægðum þorski var kr. 316,95, en óslægðum 289,6. Steinbítur hefur hækkað um hvorki meira né minna en 74% á milli októbermánaða. Í október 2008 var meðalverðið kr. 279,87, en […]
Síldarkvóti eykst um 25%

Ísland fær að veiða 238 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Á þessu ári var kvóti Íslands 189.930 tonn. Þetta er því um 25% aukning á milli ára. Stofninn stendur mjög vel um þessar mundir og ákvað Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndin, NEAFC, að heildaraflamark fyrir árið 2009 verði 1.643.000 tonn, samkvæmt frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. […]