Áfram Ísland fyrir hag heimilanna

Fundaherferð ASÍ um landið í samstarfi við aðildarfélögin. Á morgun miðvikudag verður fundur á Hótel Selfossi kl. 18:00. Dagskrá: Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Formenn landssambanda og stærstu félaga ASÍ sitja fyrir svörum, Tónlistaratriði, skipulagt í samvinnu FÍH. Forystumaður stéttarfélags í heimabyggð kynnir drög að ályktun fundarins. Í lokin verður boðið upp á kaffispjall (meira…)

Kannar ástand ökumanna með tilliti til ölvunaraksturs

Um þessar mundir tekur lögreglan á Selfossi þátt í sameiginlegu átaki með lögregluliðum á suðvesturhorni landsins sem snýst um að kanna ástand ökumanna með tilliti til ölvunaraksturs. Um helgina voru höfð afskipti af nærri eitthundrað ökumönnum. Allir voru þeir allsgáðir. Þessu eftirliti mun verða framhaldið næstu vikur. Ökumenn mega því búast við því að verða […]

Margrét Lára til Linköping

Margrét Lára Viðarsdóttir er gengin í raðir sænska félagsins Linköping og skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag eftir að hafa komist að samkomulagi um að ganga til liðs við það um helgina. Hún staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net nú í kvöld. Fjöldi liða um allan heim hafði verið á eftir Margréti […]

Trúnaðarmenn SFR – Stéttarfélag í almannaþjónustu

SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu er með um 7000 félagsmenn og hefur á að skipa um 250 trúnaðarmönnum sem saman mynda trúnaðarmannaráð. Trúnaðarmenn eru lífæð stéttarfélagsins og tenging okkar við vinnustaði félagsmanna. Öflugt trúnaðarmannakerfi er lykillinn að farsælu starfi innan stéttarfélagsins og viljum við því hnykkja á mikilvægi þess að kosnir séu trúnaðarmenn fyrir hönd […]

Haustfundir BSSL í sauðfjárrækt vel sóttir

Haustfundir BSSL í sauðfjárrækt voru haldnir dagana 19. og 20. nóvember. Fundirnir voru vel sóttir af bændum og mættu 170 manns á fundina í sýslunum fjórum. Þórey Bjarnadóttir fór yfir hauststörfin, Sveinn Sigurmundsson sagði fréttir frá Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands og Jón Viðar Jónmundsson frá BÍ fór yfir hrútakost stöðvarinnar og hver staða ræktunarinnar væri í dag […]

Slökkviliðsmenn kynna eldvarnir fyrir grunnskólabörnum

Eins og undanfarin ár stóð Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna fyrir eldvarnaviku í grunnskólum landsins. Sérstök áhersla var lögð á kynningu brunavarna fyrir 8 ára börn og fengu þau sérstakt heimaverkefni til úrlausnar með foreldrum sínum. (meira…)

Migu utan í lögreglustöðina til að mótmæla

Í dagbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum kennir ýmissa grasa. M.a. komu upp tvö fíkniefnamál á föstudaginn. Einn var tekinn við komuna til Eyja með flugi og annar með Herjólfi. Báðir játuðu að eiga efnin og teljast málin upplýst. Þá köstuðu tveir félagar af sér vatni utan í lögreglustöðina, annar eftir að sér hafði verið sleppt lausum […]

Miðasala konukvöldsins hafin

Miðasala fyrir Konukvöldið hófst í Höllinni í dag en miðasalan verður opin til klukkan 16.00 í dag. Áríðandi er að pantaðir miðar verði sóttir í dag en ósóttar pantanir verða seldar 26. nóvember næstkomandi milli 13 og 16. Konukvöldið sjálft verður svo haldið laugardaginn 29. nóvember í Höllinni þar sem Páll Óskar mun halda uppi […]

Unnu þrenn gullverðlaun af fjórum mögulegum

Um helgina fór fram Íslandsmótið í hópfimleikum en mótið var haldið í íþróttahúsi Stjörnunnar í Garðabæ. Rán sendi hóp í mótið skipað átta fimleikastelpum og þær gerðu sér lítið fyrir og unnu þrenn gullverðlaun af fjórum mögulegum. Stelpurnar urðu í 1. sæti í samanlögðum árangri en fengu einnig gullverðlaun fyrir æfingar á dýnu og trampolíni. […]

Eldar í austri

Gríðarlegir eldar voru á austurhimni í morgun við sólaruppkomu. Nú er tæpur mánuður þar til sól verður lægst á lofti hinn 22. desember n.k. Búast má við mörgum tilkomumiklum sólaruppkomum næstu dag er sólinn rís úr sæ og ekki síður er hún fellur í hafið hér við suðurströndina. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.