Um helgina fór fram Íslandsmótið í hópfimleikum en mótið var haldið í íþróttahúsi Stjörnunnar í Garðabæ. Rán sendi hóp í mótið skipað átta fimleikastelpum og þær gerðu sér lítið fyrir og unnu þrenn gullverðlaun af fjórum mögulegum. Stelpurnar urðu í 1. sæti í samanlögðum árangri en fengu einnig gullverðlaun fyrir æfingar á dýnu og trampolíni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst